Þyrla Land­helgis­gæslunnar var kölluð út laust eftir klukkan 16 í dag vegna mótor­hjóla­slyss í Kerlingar­fjöllum.

Einn sakaði, öku­mann hjólsins, en hann er ekki talinn vera í lífs­hættu. Þyrlan lenti í Kerlinga­fjöllum fyrir um tuttugu mínútum og mun að líkindum flytja manninn á Land­spítalann.