Búið að kalla út þyrlu Landhelgisgæslunnar vegna tveggja starfsmanna Veðurstofu Íslands á skjálftasvæðinu. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, staðfestir þetta í samtali við Fréttablaðið.

Mbl.is greindi fyrst frá að um væri að ræða tvo starfsmenn Veðurstofu sem voru við rannsóknir í grennd við Keili. Útkall barst á sjötta tímanum og teka björgunarsveitir einnig þátt í leitinni.