Þyrla Land­helgis­gæslunnar var kölluð út síð­degis í dag vegna manns sem slasast hafði á skútu suð­austur af Pap­ey. Björgunar­skip frá Nes­kaup­stað og Höfn voru einnig kölluð út en skútunni var fylgt að landi, Vísir greinir frá því.

Í sam­tali við Vísi segir Ás­geir Er­lends­son, upp­lýsinga­full­trúi Land­helgis­gæslunnar að tveir menn um borð í skútunni hefðu slasast, annar maðurinn slasaðist svo­leiðis að ekki var hægt að hífa hann um borð í þyrluna og því hafi skútunni verið fylgt að landi.

Ingvar Björns­son, for­maður Siglinga­klúbbs Austur­lands, segir í sam­tali við mbl.is að maðurinn sem slasaðist illa væri með á­verka á höfði og í and­liti. Hann sagði sjúkra­bíl bíða þeirra slösuðu á Breið­dals­vík, þangað sem skútan verður dregin.

Skútan var hér­lendis vegna frönsku siglingar­keppninni Vendé­e Arctiqu­e, en henni var hætt í gær­kvöldi vegna veðurs. 24 skútur lögðu af stað frá Frakk­landi og ætluðu að sigla norður fyrir Ís­land og verða þar með fyrsta siglingar­keppnin sem fer yfir heim­skauts­bauginn. Veður­farið á Ís­landi setti strik í reikninginn og skúturnar leituðu skjóls við Pap­ey.