Einn karlmaður var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á spítala eftir að hafa slasast á vélsleða nálægt Dalakofa í Reykjadölum að Fjallabaki.
Í tilkynningu frá Landsbjörg kemur fram að björgunarsveitarfólk hafi farið á vettvang á sex bílum ásamt sjúkraflutningamönnum frá HSU. Björgunarsveitarmenn frá Hellu og Hvolsvelli voru staddir í æfingaferð á vélsleðum í Tindfjöllum, þeir héldu strax af stað á slysstað.
Þeir voru komnir á vettvang um klukkustund eftir að útkallið barst og hlúðu að manninum en hann hafði slasast á fæti. Eftir það var hann fluttur með þyrlu á spítala.
TRIGGER WARNING - Dýraníð. Um nokkurt skeið núna hafa íbúar Norðurmýrar vitað af því að það væri dýraníðingur í...
Posted by Ragnhildur Jóhanns on Tuesday, 30 March 2021