Þyrla Land­helgis­gæslunnar lenti á Seyðis­firði rétt eftir klukkan 11 og mun þar verða þar ofan­flóða­sér­fræðingum Veður­stofunnar innan handa.

Ás­geir Er­lends­son, upp­lýsinga­full­trúi Land­helgis­gæslunnar, vissi ekki hversu lengi þyrlan yrði fyrir austan en sagði að hún gæti verið þar eins lengi og þörf er á.

Varð­skipið Týr kom til Seyðis­fjarðar í gær og byrjaði á því að bjarga þremur og tveimur köttum sem höfðu orðið inn­lyksa. Þau voru flutt á Seyðis­fjörð. Skipið var svo statt þar í nótt og varpaði ljósi á hlíðina en að sögn Ás­geirs eru nokkuð öflugir kastarar um borð.

Al­manna­varnir, lög­regla og við­bragðs­aðilar funduðu um stöðuna á Seyðis- og Eski­firði nú um klukkan tíu. Þá átti að fara yfir næstu skref fyrir daginn í dag.