Þyrla land­helgis­gæslunnar sótti ökkla­brotinn mann við gos­stöðvarnar í Mera­dölum klukkan hálf tvö í nótt. Þetta kemur fram í til­kynningu frá lög­reglunni á Suður­nesjum.

Sam­kvæmt lög­reglu var mikið um fólk við gos­stöðvarnar og ferða­mönnum fjölgaði mikið um mið­nætti.

Í til­kynningunni segir að fleiri ferða­menn hafi þurft á að­stoð að halda vegna meiðsla, en Björgunar­sveitin var til taks í gær.

Einnig greindi lög­reglan frá því að eitt­hvað hafi borið af leið­sögu­mönnum með ferða­menn sem sýndu til­mælum við­bragðs­aðila lítinn skilning.

Lög­reglan lokar svæðinu ef þörf er á og biðlar til allra göngu­manna að taka til­lit til leið­beininga og fyrir­mæla frá við­bragðs­aðilum.

Eins og hefur komið fram frá Al­manna­vörnum þá er erfitt að ganga upp að gosinu, en gangan tekur um tvo tíma. Í­trekað er að fólk þarf að gera nauð­syn­legar ráð­stafanir fyrir gönguna og varað er við gasmengun á svæðinu, sem er tölu­verð.