Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í nótt ásamt björgunarsveitum á Norðurlandi vegna fullorðins karlmanns sem er saknað.

Maðurinn hafði verið að veiða við Laxá í Aðaldal en skilaði sér ekki til baka að veiðitíma loknum eftir klukkan 22:00 í gærkvöldi.

Lögreglan á Norðurlandi eystra sendi frá sér tilkynningu um málið klukkan korter yfir tvö í nótt

Laxá í Aðaldal.
Nordicphotos/Getty

Óskað var eftir aðstoð björgunarsveita tafarlaust eftir maðurinn skilaði sér ekki til baka. Björgunarsveitir úr Eyjafirði hafa verið ræstar út og eru nú að leita að manninum ásamt björgunarsveitum austan af landi með sérhæfðan búnað.

Búið er að kalla út þyrlu Landhelgisgæslu sem var á leiðinni á vettvang þegar lögregla sendi frá sér tilkynninguna.