Þyrlu­sveit Land­helgis­gæslunnar var kölluð út á þriðja tímanum nótt til að sækja veikan skip­verja af fiski­skipi. Fimm manna á­höfn var um borð í þyrlunni þar með talinn læknir sem hlúði að manninum.

Skipið var statt norður af Mel­rakka­sléttu þegar TF-EIR tók á loft frá Reykja­víkur­flug­velli klukkan í kringum hálf fjögur um nóttina. Tveimur tímum síðar hafði skip­verjinn verið hífður um borð.

Fluttur með sjúkra­bíl

Ás­geir Er­lends­son, upp­lýsinga­full­trúi Land­helgis­gæslunnar, sagði í sam­tali við Frétta­blaðið, að­gerðina hafa gengið mjög vel.

Þyrlan lenti á Reykja­víkur­flug­velli laust fyrir klukkan átta í morgun. Þar beið sjúkra­bíll sem flutti manninn á Land­spítalann. Ekki er vitað hver líðan mannsins er sem stendur.

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út á þriðja tímanum nótt til að sækja veikan skipverja af fiskiskipi. Skipið...

Posted by Landhelgisgæsla Íslands/Icelandic Coast Guard on Wednesday, September 23, 2020