Stjórn­stöð Land­helgis­gæslunnar barst að­stoðar­beiðni rétt fyrir há­degi í dag vegna slasaðs skip­verja í er­lendu skipi, en skipið var statt um hundrað sjó­mílur suð­vestur af Reykja­nesi.

Þyrla land­helgis­gæslunnar var send á vett­vang og seig sig­maður um borð í skipið. Hann mat á­stand hins slasaða og undir­bjó hann fyrir hífingu.

Þyrlan lenti á Reykja­víkur­flug­velli um klukkan hálf þrjú í dag og var hinn slasaði fluttur með sjúkra­bíl á slysa­deild.

Ekki er vitað nánar um af­drif hins slasaða né hvers eðlis meiðsli hans eru.