Þyrla Land­helgis­gæslunnar var kölluð út rétt í þessu vegna vél­sleða­slyss á há­lendinu, á leiðinni að Veiði­vötnum. Einn er talinn hafa slasast.


Björgunar­sveitum barst til­kynning um slysið rétt eftir klukkan hálf þrjú í dag. Þetta­ stað­festir Davíð Már Bjarna­son, upp­lýsinga­full­trúi Lands­bjargar, í sam­tali við Frétta­blaðið. Hann segir að hópur fólks hafi verið á svæðinu í vél­sleða­ferð en að­eins er talið að einn sé slasaður.


Hann segir að ekki sé vitað hvort maðurinn sé al­var­lega slasaður. Það komi ekki í ljós fyrr en við­bragðs­aðilar mæta á staðinn. Björgunar­sveitir frá Sel­fossi og upp­sveitum Ár­nes­sýslu voru kallaðar út vegna slyssins en Davíð telur að þyrlan verði fyrst á svæðið.


Sjúkra­flutninga­menn frá Heil­brigðis­stofnun Suður­lands eru þá einnig á leið á vett­vang.