Um­fangs­mik­ill sin­u­brun­i brenn­ur nú í Heið­mörk og er þyrl­a Land­helg­is­gæsl­unn­ar, TF-EIR, nú við slökkv­i­störf. Hún sæk­ir vatn í Ellið­a­vatn með slökkv­iskj­ól­u sem tek­ur 1660 lítr­a og slepp­ir yfir eld­an­a sem brenn­a á tveim­ur stöð­um. Land­helg­is­gæsl­an hef­ur sent frá sér mynd­skeið sem sýn­ir þyrl­un­a við slökkv­i­störf.

Til­kynn­ing um brun­ann barst slökkv­i­lið kort­er í fjög­ur og var ósk­að að­stoð­ar Land­helg­is­gæsl­unn­ar um klukk­u­stund síð­ar. Um þrjá­tí­u slökkv­i­liðs­menn vinn­a nú að því að ráða nið­ur­lög­um elds­ins sem brenn­ur mill­i Víf­ils­stað­a­vatns og Víf­ils­stað­a­hlíð­ar.

Reyk­ur frá brun­an­um sést vel víða af höf­uð­borg­ar­svæð­in­u en Rún­ar Helg­a­son hjá slökkv­i­lið­in­u sagð­i í sam­tal­i við Frétt­a­blað­ið kort­er yfir fimm að vel geng­i í bar­átt­unn­i við eld­inn.

TF-EIR slepp­ir vatn­i yfir brun­ann.
Fréttablaðið/Stefán