Þyrla Land­helgis­gæslunnar var kölluð út á áttunda tímanum í kvöld vegna snjó­flóðs í Svarfaðar­dal fyrir ofan bæinn Skeið ná­lægt Dal­vík.

Þrír menn urðu fyrir flóðinu og er verið að flytja tvo þeirra slasaða á sjúkra­hús, sam­kvæmt til­kynningu sem birt var rétt í þessu á Face­book-síðu Lög­reglunnar á Norður­landi Eystra. Einn þre­menninganna var sá sem til­kynnti um slysið.

„Þegar var kallað út mikið lið við­bragðs­aðila og að­gerðar­stjórn virkjuð á Akur­eyri. Virkjuð var hóp­slysa­á­ætlun al­manna­varna og óskað eftir þyrlu Land­helgis­gæslunnar á vett­vang,“ segir í til­kynningu lög­reglunnar.

Lög­regla vildi ekki veita frekari upp­lýsingar um málið við fyrir­spurn Frétta­blaðsins að svo stöddu en í til­kynningunni kemur fram að nánari upp­lýsinga sé að vænta kl. 21:45.

Fréttin var upp­færð kl. 21:02.