Skipverji sem slasaðirst um borð í færeysku línuskipi var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur til aðhlynningar í gærkvöldi en skipið var statt austur af Surtsey.

Áhöfn TF-GRO sá um að sækja skipverjann á sjöunda tímanum í gær þar sem skipið hélt í átt að innsiglingunni að Heimaey. Þegar þyrlan kom að skipinu var það komið við Ystaklett.

Skipstjóri skipsins var beðinnum að sigla á hægustu stjórnferð í átt að Bjarney og fóru hífingarnar fram á stefni skipsins.

Vel gekk að hífa manninn um borð og tók það aðeins um tíu mínútur. Maðurinn var í kjölfarið fluttur á sjúkrahús í Reykjavík.