Þyrla Land­helgis­gæslunnar var kölluð út í dag til að sækja rjúpna­skyttu sem hafði veikst utan al­manna­leiðar vestur af Kirkju­bæjar­klaustri. Flug­virkjar Land­helgis­gæslunnar eru í verk­falli og náist ekki að semja við þá fyrir næsta mið­viku­dag getur þyrla gæslunnar ekki lengur flogið.

Ás­geir Er­lends­son, upp­lýsinga­full­trúi gæslunnar, segir að­spurður að auð­vitað hefði getað farið verr í þessu til­felli ef þyrla gæslunnar hefði ekki verið til­tæk: „Veikindi mannsins voru þannig að það var talið nauð­syn­legt að þyrla sækti hann. En björgunar­sveitar­menn voru komnir að staðnum og hefðu auð­vitað geta farið með hann öðru­vísi en það hefði tekið meiri tíma. Tíminn skiptir öllu máli í sumum til­fellum.“

Eins og er hefur Land­helgis­gæslan að­eins eina af þremur þyrlum sínum til taks en tvær þeirra voru í við­gerð þegar verk­fall flug­virkja skall á 5. nóvember síðast­liðinn. Því getur Land­helgis­gæslan nú að­eins sinnt einu þyrlu­út­kalli í einu.

Spurður hvort menn séu ekki hræddir um að fá al­var­legt út­kall þegar þyrlan er að sinna öðru eins og í dag segir Ás­geir auð­vitað alltaf hættu á því. Ferðin fram og til baka með rjúpna­skyttuna í dag tók um tvo tíma. „Við verðum alltaf að vega og meta ef slíkar að­stæður koma upp. Hvort út­kallið sé al­var­legra og hvernig best sé að for­gangs­raða þeim.“