Þyrla Land­helgis­gæslunnar var kölluð út í kvöld vegna manns sem slasaðist þegar skurður sem hann var að vinna við féll saman. Þetta kemur fram í frétt RÚV um málið.

Maðurinn var að störfum í Vík í Mýr­dal á­samt öðrum þegar slysið átti sér stað. Að sögn lög­reglunnar á Suður­landi lenti maðurinn undir tölu­verðu magni af jarð­vegi. Samstarfsmenn mannsins voru þó  fljótir að bregðast fljótt við og náðu að losa hann undan þyngslunum.

Hversu al­var­leg meiðsli mannsins eru liggur ekki fyrir að svo stöddu en hann var sendur með þyrlu Land­helgis­gæslunnar í frekari skoðun og að­hlynningar á Land­spítalanum.