Neyt­enda­sam­tökin hafa á­hyggjur af því að eigin þyngd fjölda hjól­hýsa gæti verið röng en ný­verið fengu þau til­kynningu frá fé­lags­manni um ranga skráningu eigin þyngdar hjól­hýsis.

Við skoðun á verk­stæði kom í ljós að burðar­þol hjól­hýsisins var fjórðungi minna en skráning sagði til um, eða 170 kíló­grömm í stað 212 kíló­grömm. Þar var eig­enda hjól­hýsisins sagt að öxullinn væri það boginn að hjól­barðar hjól­hýsisins voru farnir að slíta hjól­skálinni og að öxullinn gæti brotnað á undan hýsinu á hverri stundu.

Skráð eigin þyngd hjól­hýsisins var 1.488 kíló en hefði átt að vera 1.530 kíló og var hýsið því í raun 42 kílóum þyngra en skráningin sagði til um.

„Þó einungis muni um 3%, þá er leyfi­leg há­marks­þyngd þess 1.700 kg og minnkar burðar­geta hýsisins úr 212 kg í 170 kg, eða um 20%. Eðli máls sam­kvæmt leiddi það til þess að raun­veru­legt við­bótar­burðar­þol hýsisins er um­tals­vert minna en eig­andinn mátti gera ráð fyrir sam­kvæmt opin­berri skráningu. Fé­lags­maðurinn hefur nú vísað máli sínu til Kæru­nefndar vöru og þjónustu­kaupa sem tekur það til með­ferðar,“ segir í frétt Neyt­enda­sam­takanna um málið.

Þar kemur enn fremur fram að sam­tökin óttist að ekki sé um eins­dæmi að ræða og að eig­endur hjól­hýsa hlaði mögu­lega meiri þunga í þau en sem nemur raun­veru­legu burðar­þoli þeirra. Ef svo er getur það haft á­hrif á öryggi þeirra og skapað hættu í um­ferðinni.

„Gas­kútar, matur, drykkja­vara og ýmis út­búnaður er nánast staðal­far­angur hjól­hýsa og því skiptir rétt skráning eigin þyngdar afar miklu máli, svo hjól­hýsi séu ekki of­hlaðin. Ekki þarf að fara mörgum orðum um hversu hættu­leg of­hlaðin hjól­hýsi geta verið, enda aksturs­eigin­leikar miðaðir við að þyngd sé innan upp­gefins há­marks,“ segir í frétt Neyt­enda­sam­takanna um málið en þau settu sig í sam­band við Sam­göngu­stofu vegna málsins sem taldi að um eins­dæmi væri að ræða.

Fór líklega línuvillt

Sam­kvæmt þeirra mati þá hefur starfs­maður þeirra lík­lega farið línu­villt við skráningu tækisins og segir Sam­göngu­stofa að unnið sé að betra vinnu­lagi svo að þetta komi ekki fyrir aftur.

Þá benti Sam­göngu­stofa á ríka skoðana­skyldu kaupanda öku­tækja sem og að upp­lýsingar um eigin­þyngd kæmu fram í sam­ræmingar­vott­orði eða er­lendu skráningar­skír­teini. Benti stofnunin á að gott væri fyrir eig­endur að halda eftir af­riti þeirra gagna. Séu eig­endur í vafa sé þeim á­vallt vel­komið að hafa sam­band við Sam­göngu­stofu sem muni leið­beina þeim. Neyt­enda­sam­tökin hvetja eig­endur hjól­hýsa til að hafa sam­band til að tryggja að þeirra hjól­hýsi sé rétt skráð.

Nánar hér á vef Neyt­enda­sam­takanna.