Aðal­stjórn í­þrótta­fé­lagsins KA á Akur­eyri þykir miður að á­kæru­valdið hafi farið þá leið að á­kæra tvo sjálf­boða­liða á vegum hand­knatt­leiks­deildar KA og KA/Þór.

Þetta kemur fram í yfir­lýsingu sem birtist á heima­síðu KA í morgun, en RÚV greindi frá því á föstu­dag að fimm hefðu verið á­kærðir vegna hóp­slyss sumarið 2021 þegar hoppu­kastali tókst á loft á Akur­eyri.

Ein­staklingarnir eru á­kærðir fyrir líkams­meiðingar af gá­leysi, en alls slösuðust tíu börn í sæysinu, þar á meðal ung stúlka sem hlaut al­var­lega á­verka.

„KA harmar það slys sem varð sumarið 2021 þegar hoppu­kastali tókst á loft með þeim hörmu­legu af­leiðingum sem af því hlaust. Hugur okkar í KA hefur fyrst og fremst verið hjá þeim sem fyrir þessu skelfi­lega slysi urðu. Svo verður á­fram,“ segir í yfir­lýsingu frá aðal­stjórn KA.

Í yfir­lýsingunni er bent á að Hand­knatt­leiks­deild KA hafi tekið að sér í fjár­öflunar­skyni að út­vega starfs­menn sem sinna skyldu miða­sölu og um­sjón á svæðinu fyrir eig­anda og á­byrgðar­aðila leik­tækisins. Var það gert í góðum hug allra við­komandi, að því er segir í yfir­lýsingunni.

„Nú hefur komið fram að tveimur sjálf­boða­liðum á vegum Hand­knatt­leiks­deildar KA og KA/Þór hafa verið birtar á­kærur vegna þessa máls. Frjáls fé­laga­sam­tök líkt og KA vissu­lega er, byggja til­vist sína á miklu og fórn­fúsu starfi sjálf­boða­liða. Okkur þykir miður að á­kæru­valdið hafi á­kveðið að fara þessa leið í ljósi þess að eig­andi og á­byrgðar­aðili hoppu­kastalans hefur í­trekað lýst á­byrgð sinni á slysinu í fjöl­miðlum. En um leið sýnum við því skilning að málið þarf að reka á­fram í þeim far­vegi sem það er nú í þar til niður­staða fæst.“