Lára Sól­ey Jóhanns­dóttir, fram­kvæmda­stjóri Sin­fóníu­hljóm­sveitar Ís­lands, segist hafa mikla sam­úð með Bjarna Frí­manni Bjarna­syni, sem sagði í gær fyrrum tón­listar­stjóra hafa brotið á sér kyn­ferðis­lega.

Þetta kemur fram í skrif­legu svari Láru Sól­eyjar við fyrir­spurn Frétta­blaðsins um við­brögð stjórnar Sin­fóníu­hljóm­sveitarinnar við yfir­lýsingu Bjarna frá því í gær. Bjarni sagði í gær að hann hefði greint æðstu stjórn­endum sveitarinnar frá brotinu en að þeir hefðu allir stungið málinu undir stól.

„Ég hef mikla sam­úð með Bjarna og mér þykir mjög leitt að hann skuli ekki vera sáttur við það hvernig farið var með málið hjá okkur. Þess vegna munum við skoða málið aftur, enda viljum við alltaf reyna eftir fremsta megni að fylgja vilja þol­enda og vinna málin á þeirra for­sendum,“ skrifar Lára Sól­ey.

Þá spurði Frétta­blaðið Láru meðal annars út í verk­ferla hjá stjórn sveitarinnar þegar slík mál koma upp.

„Hvað varðar ferlana hjá okkur er það að segja að ef upp koma mál er varða ein­elti, á­reitni eða of­beldi í vinnu­um­hverfinu þá förum við eftir ferlum sem voru inn­leiddir hjá okkur 2017 og ég lét upp­færa eftir að ég tók við sem fram­kvæmda­stjóri.

Í þeim ferlum felst að þegar slík mál koma inn á okkar borð þá leitum við að­stoðar og ráð­leggingar utan­að­komandi og ó­háðra sér­fræðinga. Stjórn­endur taka síðan á­kvörðun út frá fyrir­liggjandi upp­lýsingum og að­stæðum hverju sinni,“ skrifar Lára Sól­ey.

„Árni Heimir er ekki starfs­maður hjá hljóm­sveitinni og sinnir engum verk­efnum fyrir hana. Málið er nú til form­legrar skoðunar aftur og frekari á­kvarðanir bíða þess að þeirri skoðun ljúki.“