Donald Trump, Banda­­ríkja­­for­­seti, er kominn í kosninga­­gír en er­­lendir miðlar keppast nú við að greina frá skoðana­­könnun sem sýnir að sex af rúm­­lega tuttugu fram­bjóð­endum Demó­krata myndi sigra Trump í kosningum.

„Fals­fréttirnar hafa aldrei verið ó­­heiðar­­legri en þær eru í dag. Guði sé lof að við getum barist á Sam­­fé­lags­­miðlum,“ skrifaði for­­setinn á Twitter. „Nýja vopnið þeirra er Fölsuð Skoðana­­könnun, stundum kallað Fjar­lægingar­­könnun (þeir fjar­læga tölur). Lenti í því 2016, en þetta er verra...“ ritaði for­­setinn jafn­­framt.

Um­­rædd könnun var gefin út af Qu­innipiac há­­skólanum í sau­tján ríkjum og sam­­kvæmt könnuninni var Trump ó­­vin­­sælli en sex fram­bjóð­endur Demó­krata og munaði fimm til þrettán stigum á milli þeirra en talað var við 1214 kjós­endur í Banda­­ríkjunum.

„Fölsuðu (spilltu) fjöl­­miðlarnir segja að þeir hafi undir höndunum leka frá kosninga­t­eyminu mínu, sem í fram­hjá­hlaupi og þrátt fyrir fals-og aldrei ljúkandi Norna­veiðum, eru bestu tölur sem VIÐ höfum nokkurn­­tímann fengið,“ skrifaði Trump. „Þeir fluttu fréttir af Fölsuðum tölum sem þeir bjuggu til og eru ekki einu sinni til. VIÐ MUNUM VINNA AFTUR!“

Joe Biden var vin­­sælastur af fram­bjóð­endum Demó­krata og mældist rúmum þrettán prósentu­­stigum ofar en Trump, en á eftir honum kom Berni­e Sanders níu prósentu­­stigum hærri. Kamala Har­ris og Eliza­beth War­ren voru sjö og átta prósentu­­stigum hærri og Pete Buttigi­eg og Cory Booker, sem eru minnst þekktustu fram­bjóð­endurnir, voru fimm prósentum hærri en Trump.

Sér­­­fræðingar hafa varað við því að dregnar séu of af­­dráttar­­lausar full­yrðingar úr um­­ræddum skoðana­­könnunum. Of snemmt sé að segja til um fylgi­lag kjós­enda þar sem enn sé langt í kosningar.