Katrín Odds­dóttir, for­maður stjórnar­skrár­fé­lagsins, kveðst vera hand­viss um að af­hending undir­skriftalista fólks sem krefst lög­festingu nýju stjórnar­skrárinnar muni hafa á­hrif. „Ekki bara af því að þetta er svo mikið af stað­festum undir­skriftum heldur líka vegna þess að það hefur verið svo mikil vakning í um­ræðunni.“

Sam­tök kvenna um nýja stjórnar­skrá af­hentu stjórn­völdum undir­skriftalista fólks sem krefst lög­festingar nýrrar stjórnar­skrár í dag. Katrín Jakobs­dóttir for­sætis­ráð­herra tók við listanum núna klukkan eitt fyrir utan Al­þingis­húsið.

Meira fylgi en VG

Alls skrifuðu 43.025 kosninga­bærir Ís­lendingar undir listann en undir­skrifta­söfnun lauk á mið­nætti. Það eru um 17 prósent þeirra sem eru á kjör­skrá. „Þetta eru náttúru­lega raf­rænar undir­skriftir og því fullt af fólki sem náði ekki að skrifa undir sem vildi skrifa undir,“ í­trekar Katrín Odds.

Þrátt fyrir það eru fleiri kjós­endur að baki undir­skriftalistans en nær allra stjórn­mála­flokka á landinu. „Til dæmis flokkur for­sætis­ráð­herra.“ Vinstri­hreyfingin grænt fram­boð hlaut rúm­lega 33 þúsund at­kvæði í Al­þingis­kosningum árið 2017.

„Það er því aug­ljós þver­sögn að láta sér detta í hug að hundsa þetta. Það gengur ekki.“ Fólk hafi haft mikið fyrir því að koma undir­skrift sinni til skila.“

Katrín Oddsdóttir, formaður stjórnarskrárfélagsins, segir mælinn vera fullann.

Nóg boðið

Ljóst sé að ríkis­stjórnin verði að bregðast við kröfu kjós­enda. „Ég held bara að fólki verði al­ger­lega nóg boðið ef ekkert verður að­hafst.“ Engin önnur úr­ræði standi lands­mönnum til boða. „Það verður að fara þessar leiðir þegar svona gerist og það liggur fyrir að ekki stendur til að virða niður­stöðu þjóðar­at­kvæða­greiðslu.“

Nauð­syn­legt sé að lýð­ræðis­leg niður­staða þjóðar­at­kvæða­greiðslu sé ekki virt að vettugi. „Þetta er nokkuð frið­sam­leg leið til að sýna yfir­völdum fram á að nú sé mælirinn orðin nokkuð fullur. Þau verða núna að hlusta það verður ekki hjá því komist.“

Ekki nóg að breyta smá

For­sætis­ráð­herra hefur sett stjórnar­skrár­mál á dag­skrá Al­þingis og hyggst leggja fram frum­vörp um stjórnar­skrár­breytingar. For­maður stjórnar­skrár­fé­lagsins segir það ekki vera nóg.

„Mér finnst stóra málið varðandi frum­vörpin vera að þau eru ekki í takt við niður­stöðu þjóðar­at­kvæða­greiðslu. Það er ekki verið að leggja til grund­vallar nýju stjórnar­skránna.“

Verri á­kvæði

Hægt sé að skoða hvort þurfi að bæta nýju stjórnar­skránna. „En það gengur ekki að það verið sé að pota inn ein­hverjum hand­völdum á­kvæðum inn í þá gömlu og þar með fara fram­hjá niður­stöðu þjóðar­viljans í at­kvæða­greiðslu,“ segir Katrín Odds.

„Auk þess eru mörg þessara á­kvæða og frum­varpa sem hún leggur fram ein­fald­lega verri út­gáfur af því sem sam­svarandi greinar í nýju stjórnar­skránni kveða á um.“ Katrín tekur þar sér­stak­lega fram náttúru­verndar á­kvæðið og auð­linda­á­kvæðið.

Sjálfri langar Katrínu ekki í fram­boð þrátt fyrir fylgi mál­efnisins. Mig langar að fólk sem er í fram­boði og gerir þetta að bar­áttu­máli sínu fái góða kosningu. „Ég heyri það út undan mér að fólk er svo stað­ráðið í að gera þetta að kosninga­máli og að kjósa ekki flokka sem að standa gegn því að þessi niður­staða þjóðar­at­kvæða­greiðslu verði virt.“