Helga Vala Helgu­dóttir, for­maður vel­ferðar­nefndar Al­þingis og þing­kona Sam­fylkingarinnar, á von á því að frum­varp heil­brigðis­ráð­herra um breytingar á sótt­varna­lögum verði af­greitt úr nefnd á þriðju­dag í næstu viku. Nefndin fundaði seinni part í dag og fram á kvöld um málið.

Spurð hvort um málið væri þver­pólitísk sam­staða um frum­varpið í nefndinni játaði Helga Vala því. Hún sagði að þau myndu vinna málið á­fram í sam­einingu.

Í frum­varpinu eru meðal helstu breytinga á lögunum að skýrar verði kveðið á um skyldur ein­stak­linga sem lækni grunar að séu haldnir smit­­sjúk­­dómi, máls­­með­­ferð á­kvarðana um að setja fólk í sótt­kví og um að sótt­varna­ráð skuli vera ráð­­gefandi við stefnu­­mótun og hlut­­verk þess skarist ekki við hlut­­verk sótt­varna­­læknis sjálfs. Þá er þar á­kvæði sem heimilar ráð­herra að setja út­göngu­bann sé talin þörf á því.