Gleðigangan er nú komin í Hljómskálagarðinn þar sem útihátíð hefst á næstu mínútum. Þúsundir komur saman til að fylgjast með göngunni í ár sem var sú lengsta í Íslandssögunni. Örtröð myndaðist við Hljómskálagarðinn þegar trukkur Páls Óskars, sem var síðastur í röðinni, keyrði lokasprettinn að garðinum en gestir og gangandi nýttu tækifærið og dilluðu sér í takt við popptónlist Palla.

Fremstir í göngunni voru Gunni og Felix sem hafa verið fastir gestir á Hinsegin dögum í 20 ár. Þeir tóku lagið saman og voru með flinka dansara sem stigu spor með. Fjölskrúðug atriði tóku síðan við hvert öðru betra. Áhorfendur fögnuðu fjölbreytileikanum og fylgjast nú með ballinu í Hljómskálagarðinum.

Sturluð stemmning á útihátíð

Dagskrá útihátíðarinnar er ekki af verri endanum en fram koma Páll Óskar, Aaron Ísak, Daði Freyr, Vök, Hatari, Heklina, Beta og Una Stef. Konfettíið mun því bara aukast með deginum.

Gangan fór vel fram að sögn lögreglu en ein kona var handtekin á Ingólfsstræti við upphaf Gleðigöngunnar, eftir að hún gerði tilraun til að trufla gönguna. Konan var með mótmælaskilti en ekki er ljóst hverju hún var að mótmæla né hvers vegna hún vildi trufla gönguna.

Það var ekki þverfótað fyrir stuðningsfólki Gleðigöngunnar í miðbænum.
Fréttablaðið/Anton Brink
Gunni og Felix glöddu alla viðstadda.
Fréttablaðið/Anton Brink
Brúðhjón keyrðu gönguna uppábúin.
Fréttablaðið/Anton Brink
BDSM félag Íslands fylkti liði með fána á lofti.
Fréttablaðið/Anton Brink
Leður og pleður var allsráðandi hjá BDMS félaginu.
Fréttablaðið/Anton Brink
Meðlimir Hatara gengu með BDMS félagi Íslands.
Páll Óskar er hápunktur margra í göngunni.
Roller Derby liðið sýndi listir sínar á rúlluskautum.
Fréttablaðið/Anton Brink
Félagsmiðstöðin 78 veifuðu gestum.
Fréttablaðið/Anton Brink
Bára Halldórsdóttir var ásamt fríðu föruneyti í göngunni.
Fréttablaðið/Anton Brink
Fjölskyldufólk lék á alls oddi í dag.
Fréttablaðið/Anton Brink
Fjallkonan fagra heillaði áhorfendur.
Fréttablaðið/Anton Brink
Allskonar drottningar voru í göngunni.
Fréttablaðið/Anton Brink