Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir í viðtali við Dagens Nyheter að leiðin sem sé farin í Svíþjóð sé ekki sú dramatískasta en hún þýði að fleiri þar í landi muni verða alvarlega veikir.

Þúsundir manna muni deyja og það sé best að vera búinn undir það. Löfven bendir á að ferlið sé hægara í Svíþjóð en í mörgum öðrum löndum en það þýði ekki endilega að færri muni deyja. Hann treystir sér ekki til að segja hvað gert sé ráð fyrir að margir muni veikjast og deyja af völdum COVID-19 en best ég sé að tala hreint út.

Löfven vill þó ekki leggja of mikla áherslu á að Svíþjóð skeri sig úr hópnum miðað við aðra í því hvernig stjórnvöld bregðast við en sænsk yfirvöld hafa vakið athygli fyrir viðbrögð sín við veirufaraldrinum miðað við nágrannalöndin. Sem dæmi er voru þeir seinir til að takmarka samkomur, ekki er imprað á því að virða tveggja metra reglu og skólar og leikskólar eru opnir.

„Við gerum þetta aðeins öðruvísi, það er hægt að gera allt í einu en ég held að það sé ekki rétta leiðin,“ sagði Löfven.

Forsætisráðherrann viðurkenndi að stjórnvöld hefðu mátt grípa fyrr til aðgerða eftir að veiran kom upp.

Hann lagði jafnframt áherslu á að gera megi ráð fyrir mánuðum til stöðva faraldurinn. Alls hafa 373 nú látist af völdum veirunnar í Svíþjóð.