Tug­þúsundir Rússa, einkum ungir karl­menn, eru sagðir hafa yfir­gefið heima­land sitt síðustu daga og farið yfir til Georgíu og Kasakstans undan­farna daga.

AFP-frétta­stofan greinir frá þessu.

Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seti til­kynnti á dögunum um her­kvaðningu allt að 300 þúsund manna úr vara­liði hersins. Strax sama dag og til­kynningin kom voru flug­ferðir fljótar að seljast upp frá Rúss­landi og voru það einkum ungir karlar sem sóttust eftir því að komast úr landi.

Yfir­völd í Georgíu segja að fjöldi Rússa sem koma yfir landa­mærin hafi tvö­faldast síðan her­kvaðningin var gefin út; á hverjum degi síðustu daga hafi um tíu þúsund Rússar farið yfir landa­mærin og hafa langar raðir af bílum myndast við landa­mæra­stöðvar. Rúss­neskir ríkis­borgarar þurfa ekki vega­bréfs­á­ritun til að komast til landsins.

Staðan er svipuð í Kasakstan en yfir­völd þar sögðu að 98 þúsund Rússar hefðu farið yfir landa­mærin frá því að til­kynning um her­kvaðningu var gefin út. Ekki liggja fyrir saman­burðar­tölur um stöðuna áður en Pútín las upp yfir­lýsingu sína í síðustu viku.

Kassym-Jomart Toka­yev, for­seti Kasakstans, stað­festi þó að um tölu­verða fjölgun væri að ræða. Sumir neyddust til að yfir­gefa Rúss­land og það væri skylda Kasaka að taka vel á móti rúss­neskum ríkis­borgurum.

Tugþúsundir Rússa eru sagðir hafa yfirgefið heimaland sitt síðustu daga.
Mynd/EPA