Mikill þungur og blautur snjór hefur valdið raf­magns­leysi frá Åmli til Vennesla í Noregi. Þungur snjórinn þvingar tré til að leggjast á raf­magns­línur og valda straum­rofi.

Ver­d­ens Gang hefur eftir May Britt Ris­bruna, fjöl­miðla­full­trúa hjá Ag­der Energinett raf­orku­dreifingar­fyrir­tækinu að Birkenes og svæðið austur að Åmli hafi orðið mest fyrir barðinu á raf­magns­leysinu. Nokkur þúsund heimili séu án raf­magns og tölurnar breytist stöðugt.

„Við þurfum að senda auka­mann­skap til að leita að bilunum og hreinsa línurnar. Það er erfitt að fá strauminn á aftur,“ segir Ris­bruna við VG. Starfs­mennirnar leggi hart að sér.