Annar maður hefur verið handtekinn vegna rannsóknar á morði á franska kennaranum Samuel Paty sem var hálshöggvinn fyrir utan skóla þegar hann var á leið heim frá vinnu síðastliðinn föstudag. Atvikið er rannsakað sem hryðjuverk.

Sögukennarinn Samuel Paty er sagður hafa fengið líflátshótanir eftir að hafa sýnt nemendum sínum skopmyndir af Múhameð spámanni. Nokkrum dögum síðar á leið sinni heim úr vinnu í Conflans Sainte-Honorine norðvestur af París var hann hálshöggvinn.

Lögreglan hefur hingað til handtekið ellefu manns. Á­rásar­maðurinn, hinn 18 ára Abdou­lakh var skotinn til bana við lögregluaðgerð á föstudag þegar hann ógnaði lögreglunni með loftriffli.

Gerandinn er sagður hafa nálgast nemendur Samuel Pathy og beðið þá um að benda á hann áður en hann lét til skarar skríða. Þá á Abdou­lakh að hafa dreift myndum af verknaðinum á samfélagsmiðlum og sagði frá því að hann væri gerandinn.

Meðal hinna handteknu eru 17 ára bróðir gerandans, foreldrar þeirra og aðstandandi nemanda sem var í kennslustofunni þegar myndirnar voru sýndar.

Mótmæli í París

Þúsundir manna hafa nú safnast saman í París og víðar í landinu til heiðurs Samuel Paty. Klukkan 15 á staðartíma höfðu þúsundir manna safnast saman við og við Place de la République í París þar sem þjóðsöngur landsins var spilaður, Le Figaro segir frá.

Fréttin hefur verið uppfærð.