Til á­taka kom á milli lög­reglu og mót­mælenda í mið­borg Amsterdam í dag, en um fimm þúsund manns höfðu boðað komu sína til að mót­mæla of ströngum sótt­varnar­að­gerðum.

CO­VID-19-far­aldurinn hefur haft mikil á­hrif á dag­legt líf íbúa í Hollandi en far­aldurinn hefur verið í vexti þar undan­farnar vikur. Skólar, kaffi­hús, veitinga­hús, söfn og kvik­mynda­hús eru meðal annars lokuð og þá eru allir sem geta hvattir til að sinna vinnu sinni heima. Yfir­völd í Hollandi hafa boðað að yfir­standandi að­gerðir standi til 9. febrúar næst­komandi hið minnsta.

Mót­mælin í dag fóru fram skammt frá van Gogh-lista­safninu og var lög­regla búin undir það að hópur fólks myndi láta sjá sig. Að­stand­endum mót­mælanna var í síðustu viku synjað um leyfi til að halda þau en þrátt fyrir það boðuðu margir komu sína.

Ó­eirðar­lög­reglu­menn komu á svæðið skömmu eftir að mót­mælin hófust og var meðal annars notast við vatns­byssur til að tvístra hópnum. „Farið heim og haldið eins og hálfs metra fjar­lægð,“ sagði lög­reglan í Amsterdam á Twitter-síðu sinni.

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir sem ljós­myndarar EPA tóku í dag.

Mynd/EPA
Mynd/EPA
Mynd/EPA
Mynd/EPA