Dr. Helga Sif Frið­jóns­dóttir var ný­lega ráðin til þess að annast heildar­út­tekt á þjónustu­ferlum, hug­mynda­fræði, inni­haldi og gæðum heil­brigðis­þjónustu við ein­stak­linga með vímu­efna­sjúk­dóma sem heil­brigðis­ráð­herra hefur á­kveðið að ráðast í.

„Það hefur lengi staðið til að rýna þjónustu­ferlið í heild sinni eins og kom fram í fréttinni um ráðninguna og greina hvar hnökrar eru á þjónustunni. Þannig er hægt að gera þetta heild­stætt og byggir þá út­tekt land­læknis­em­bættisins sem gerð var í júlí í fyrra,“ segir Helga Sif og bætir við:

„Ég er mjög spennt fyrir þessu verk­efni og á­nægð að geta lagt mitt af mörkum. Þetta er mitt sér­svið.“

Út­tekt land­læknis sem Helga Sif vísar til var bið­lista­út­tekt og er það að hennar sögn í raun að­eins byrjunin á greiningunni. Hún telur að nú þurfi að leggjast yfir þjónustu­þörfina í heild sinni.

„Hvernig erum við að vinna þetta heild­rænt saman. Þjónusta í þessum flokki sprettur upp víða, þá kannski sér­stak­lega sem ekki mætti flokka sem heil­brigðis­þjónustu, eins og á­fanga­heimili og með­ferðar­staðir og það þarf að byggja á bestu mögu­legu sam­þættingu. Þetta eru eins og tveir heimar, það er annars vegar á­fengis- og vímu­efna­vandi sem heil­brigðis­mál og svo á­fengis- og vímu­efna­vandi sem af­leiðing af fé­lags­legum og þroska­þáttum,“ segir Helga Sif.

En við þurfum að þora að eiga opið og heiðar­legt sam­tal við mis­munandi þjónustu­veit­endur um undir­liggjandi hug­mynda­fræði, hvernig eigi að tryggja öryggi allra og hvað eigi að vera inni­falið í þjónustunni

Ekki annað hvort félags- eða heilbrigðisvandi

Hún segir að það sem henni þyki mest spennandi sé að skoða þetta heild­rænt úr frá lífs­ál­fé­lags­legu módeli

„Af því að við vitum núna að þetta er ekki annað hvort fé­lags- eða heil­brigðis­vandi. Þetta er svo gríðar­lega sam­þættur vandi og við getum svo auð­veld­lega sam­þætt þessa þjónustu í svona litlu sam­fé­lagi,“ segir Helga Sif.

Hún segir að hennar draumur sé að geta sinnt fólki hvar sem það er statt í sínu þróunar­ferli í vímu­efna­vanda og að það séu settar saman gagn­reyndar for­varnir, gagn­reynt með­ferðar­form og að það sé tekið til­lit til þjónustu­þarfa mis­munandi hópa.

„Þróun inni­halds í þjónustu er eins­leitt hjá okkur,“ segir Helga Sif og segir að, sem dæmi, hafi Rótin – fé­lag um konur, á­föll og vímu­gjafa, verið ötul við að benda á að þarfir kvenna og karla séu ó­líkar.

„En svo eru börn og full­orðin með ó­líkar þarfir og eldri og yngri og svo er ó­líkar þarfir hjá sem að­eins mis­nota á­fengi og þeim sem eru háðir ópíötum. Við þurfum að skoða mis­munandi undir­hópa og hvaða þarfir þau hafa út frá þessi heild­stæða fyrir­bæri,“ segir Helga Sif.

Ekki annað hvort að nota eða á leið í meðferð

Hún segir að hún sé glöð að yfir því að henni hafi verið treyst fyrir þessu verk­efni því það sýni að það sé líka vilji fyrir því að pæla í því hvernig eigi að sam­þætta með­ferð og skaða­minnkun fyrir þá sem að eru staddir þar að geta ekki nýtt sér með­ferðar­hlutann.

„Við förum úr þessari tví­hyggju að annað hvort ertu að nota vímu­efni, og þá ertu upp á náð og miskunn fé­lags­lega kerfisins kominn, eða þú ert í með­ferðar­kerfinu. Það er það sem ég hef mestar væntingar til, að við náum að sam­þætta þetta það vel að og byggja á því sem að löndin í kringum okkur eru að gera,“ segir Helga Sif.

Hún segir að hér þurfi alls ekki að finna upp hjólið. Það sé búið að rann­saka vel annars staðar hvað virkar vel fyrir ó­líka hópa og telur að það sé ekki flókið að sam­þætta þetta.

„En við þurfum að þora að eiga opið og heiðar­legt sam­tal við mis­munandi þjónustu­veit­endur um undir­liggjandi hug­mynda­fræði, hvernig eigi að tryggja öryggi allra og hvað eigi að vera inni­falið í þjónustunni, hvernig eigi að sinna eftir­fylgd og svo fram­vegis,“ segir Helga Sif.

Hún segir að það sé góðar fyrir­myndir að finna víða og nefnir sem dæmi Sví­þjóð, San Francisco og Ítalíu og það þurfi að skoða hvað sé að virka hjá þeim og hvernig það sé hægt að að­laga það að Ís­landi.

„Við erum í eðli okkar ekkert það ólík þegar kemur að vímu­efna­notkun,“ segir Helga Sif.

Við förum úr þessari tví­hyggju að annað hvort ertu að nota vímu­efni, og þá ertu upp á náð og miskunn fé­lags­lega kerfisins kominn, eða þú ert í með­ferðar­kerfinu.

Gott að ýta á pásu og skoða hvað virkar

Hún segist mjög á­nægð að heil­brigðis­ráð­herra hafi tekið í­grundaða á­kvörðun um að skoða þetta með þessum hætti. Það sé ýtt á pásu, skoðað hvað er í boði og svo á­kveðið hvað er að virka og hvað ekki.

„Þá vitum við hvað við viljum gera og hvernig og kannski skapar það tæki­færi, eða „forum“ fyrir þjónustu­veit­endur, fólkið sem er að vinna á gólfinu, til að stoppa og skoða og þegar út­tektin er til­búin þá getum við búið til sam­ráðs­vett­vang og á­kveðið saman hvernig við ætlum að vinna þetta,“ segir Helga Sif.

Finnst þér þetta tala við um­ræðu og á­kall sem hefur sprottið upp í tengslum við frum­varp um af­glæpa­væðingu neyslu­skammta um að það þurfi að auka með­ferðar­úr­ræði og aðra þjónustu?

„Það eru margir búnir að benda á að það þurfi heild­stæða stefnu í með­ferðar­málum og það þurfi að bæta í þar og þetta er al­ger­lega fyrsta skrefið í að skoða hvað við erum með og hvað vantar okkur til við­bótar. Hvað eru aðrar þjóðir að gera og hver er árangurinn af því og hvað ætlum við að taka af því og sam­þætta í okkar þjónustu,“ segir Helga Sif.

Hún segir að í nýrri þings­á­lyktun lýð­heilsu­stefnu sé einnig talað inn á þetta. Þar sé talað um for­varnir og í þessu sé ein­blínt á með­ferðar­hlutann.

„Það liggur í hlutanna eðli að það sem ég er að gera mun fjalla um bæði með­ferð og skaða­minnkun. Af því að á­kveðinn hluti hópsins mun ekki vilja nýta sér með­ferð, en hann fyrir­gerir samt ekki rétti sínum á þjónustu,“ segir Helga og telur að þannig muni lýð­heilsu­stefnan og út­tektin hennar tala saman til að svara á­kalli um að heild­stæð stefna sé í mála­flokknum.

Helga Sif starfar hjá heil­brigðis­ráðu­neytinu sem sér­fræðingur og sér­fræðingur í geð­hjúkrun í geð­þjónustu Land­spítalans. Helga Sif var um ára­mótin sæmd fálka­orðunni fyrir braut­ryðj­enda­störf á vett­vangi skaða­minnkunar fyrir fíkni­efna­neyt­endur og aðra jaðar­setta hópa. Hún situr í stjórn Rauða kross Ís­lands og hóf störf sín í Konu­koti og var áður í for­svari fyrir Frú Ragn­heiði.