Helga Vala Helga­dóttir þing­maður Sam­fylkingarinnar spurði Willum Þór Þórs­son heil­brigðis­ráð­herra um skýrslu ráð­gjafar­fyrir­tækisins McKins­ey um stöðuna á heil­brigðis­þjónustu á Ís­landi. Helga sagði að sam­kvæmt McKins­ey mun eftir­spurn eftir heil­brigðis­þjónustu aukast um 1–1,2% á ári, einkum vegna lýð­fræði­legra breytinga.

„Ef ekki verður gripið til stór­tækra að­gerða af hálfu Land­spítala og heil­brigðis­kerfisins í heild er því spáð að vinnu­afls þörf muni aukast um u.þ.b. 36% og kostnaður um u.þ.b. 90%,“ sagði Helga og spurði Willum til hvaða að­gerða hann hyggist grípa til að mæta þessum raun­veru­leika.

Willum þakkaði Helgu Völu fyrir að gefa sér tæki­færi til að ræða „þessa fínu skýrslu.“

„Þetta er sviðs­mynda­greining sem segir okkur: Hver er staðan núna,“ sagði Willum. „Ef við gerum ekkert þá mun þörfin fyrir legu­rými aukast um helming frá þeim 740 legu­rýmum sem verða til þegar við reisum með­ferðar­kjarnann.“

„En af hverju erum við að setja fram svona skýrslu? Svona sviðs­mynda­greiningu, jú, til þess að bregðast við og hvað gerum við því og við þurfum að mæta mann­afls­þörfin og við erum með land­sráðs um menntun og mönnun. Við þurfum að kjarna hlut­verk spítalans. Við þurfum að koma fyrsta stigs þjónustunni meira út í kerfið,“ sagði Willum.

Willum Þór sat fyrir svörum á Alþingi í dag.
Fréttablaðið/Anton Brink

„Við þurfum að gera gott betur“

Willum sagði nauð­syn­legt að efla sam­vinnuna við aðra þjónustu­veit­endur í heil­brigðis­kerfinu og að halda á­ætlun í upp­byggingu hjúkrunar­rýma.

„En við þurfum að gera gott betur. Við þurfum að auka veru­lega í og hefðum átt að byrja á því miklu fyrr en við erum þó farin af stað að auka heima­hjúkrun, að auka stuðning við fólk heim og fara hætta sjúk­dómsvæða eldra fólk. Við eigum að hjálpa fólki að lifa virku lífi lengur á ævinni eins og vilji er til og hætti að marka þetta við einhvern aldur,“ sagði Willum. Hann sagði þetta vera vel framsett í skýrslunni og hvatti alla til að kynna sér þessa „frábæru skýrslu.“

Helga Vala gaf lítið fyrir svör Willums og spurði hvort hann hafi ekki heyrt spurninguna.

„Staðan er þessi að ríkis­stjórnin kemur mér að­halds­kröfur á heil­brigðis­stofnanir um allt land, líka á Land­spítala. Á sama tíma og ríkis­stjórnin krefst þess að heil­brigðis­stofnanir dragist saman og ráði ekki fleira starfs­fólk og við­haldi ekki nauð­syn­legri þjónustu þá heldur ríkis­stjórnin heil­brigðis­kerfinu í þessum heljar­greipum sem verið hefur undan­farin ár. Það er ekki hægt að segja: Við þurfum að en gera svo alltaf akkúrat hið gagn­stæða,“ sagði Helga Vala.

Hún sagði að ekki væri tekið til launa­þróunar á heil­brigðis­stofnunum landsins og sagðist ekki skilja hvernig ráð­herra ætlaði að reka hér grunn­þjónustu um allt land með þessu á­fram­haldi.

Helga Vala Helgadóttir spurði Willum um hvernig hann ætlæði að bregðast við mönnunarvanda í heilbrigðiskerfinu.
Fréttablaðið/Ernir Eyjólfsson

Engin aðhaldskrafa á heilbrigðisstofnanir næstu ár

Willum tók undir með Helgu Völu að hluta til en sagði að það væri engin að­halds­krafa á leiðinni.

„Við þurfum að í­huga það hvernig betri vinnu­tími er til dæmis að koma út. Það er aug­ljóst að það er ekkert að koma sér­stak­lega út fyrir vakta­vinnu­stéttir í þessu sam­hengi. Það verður engin að­halds­krafa á heil­brigðis­stofnanir í 2023 og 2024, það er mjög mikil­vægt.“

„Ég vil hins vegar benda á það að þegar við byrjuðum hér á að ræða þessa skýrslu að hún dregur mjög vel fram hvað við þurfum að bæta í þjónustunni að kjarna hlut­verk spítalans. Það þýðir hvað? Að spítalinn fái að sinna því sem hann á að vera að gera og gera það betur og nýta allan annan mann­auð í kerfinu. Það er það sem þetta snýst um,“ sagði Willum að lokum og óskaði eftir því að skýrslan í heild sinni yrði tekin fyrir í þing­sal við tæki­færi.