Keppnin er í senn raun­veru­leika­þáttur og fegurðar­sam­keppni en þó alls ekki með hefð­bundnu sniði. Í Miss Multi­ver­se þurfa kepp­endur að takast á við ýmsar á­skoranir eins og hreysti­keppni á ströndinni sem stendur yfir í sex klukku­stundir með mis­munandi þrautum og greindar­vísi­tölu­próf á­samt verk­efnum sem reyna á fé­lags­lega hæfni, við­skipta­hæfni, fram­komu, út­hald og þol.

Síðustu níu ár hafa kepp­endur dvalið þrjár vikur á Hard Rock-hóteli þar sem hver keppandi hefur fengið sitt her­bergi en því var breytt í ár, meðal annars vegna Co­vid, en líka til að gefa kepp­endum tæki­færi til að ferðast víðar um eyjuna og upp­lifa hana á annan hátt. Þátt­tak­endur dvöldu því bæði á hótelum og var boðið að vera saman í nokkrum stórum villum.

„Þetta var auð­vitað al­ger lúxus en ég kynntist hinum þátt­tak­endunum líka miklu betur en ég hefði gert, ef við hefðum allar verið sín í hverju her­berginu eða tvær og tvær. Við urðum mjög nánar og þetta var miklu betra, held ég,“ segir Hulda sem segist þakk­lát fyrir þær vin­konur sem hún eignaðist úti.

Ætlaði í fyrra en komst ekki

Spurð hvernig hún hafi endað á því að taka þátt segir Hulda að hún hafi lengi vitað af keppninni og fundist hún spennandi.

„Ég tók þátt í Miss Uni­ver­se Ice­land árið 2019 og var krýnd Qu­een Beauty Iceland 2020. Ég átti alltaf að keppa sumarið 2020 en hef ekki enn farið út. For­svars­fólk Miss Multi­ver­se-keppninnar fann mig ef­laust á vef­síðu eða sam­fé­lags­miðlum tengdum Miss Uni­ver­se Iceland. Mér var boðin þátt­taka í fyrra sem ég ætlaði að þiggja, en þá stóð hinn titillinn í vegi fyrir því,“ segir Hulda og bætir við að þegar þau leituðu aftur til hennar í ár hafi hún ekki hikað við að þiggja boðið.

Hún segir að hver dagur hafi verið ó­líkur hinum og að sjaldnast hafi þær fengið að vita hvað væri í vændum.

„Yfir­leitt vissum við ekkert hvað var í vændum. Morguninn eftir undan­úr­slitin vaknaði ég snemma og fór í sturtu. Við héldum allar að fram undan væri ró­legur dagur en skyndi­lega heyrðist svaka trommu­sláttur frammi á gangi og karl­manns­raddir sem hrópuðu: „It’s a drill! It’s a drill!“ Vin­kona mín frá Filipps­eyjum var ein­mitt ný­komin inn á bað­her­bergi til mín til að fá eitt­hvað lánað. Okkur brá báðum svo mikið að við áttuðum okkur engan veginn á því hvað væri í gangi. Raunar heyrðum við hvorug hvað var hrópað eða við greindum alla vega ekki orða­skil. Enginn töku­mannanna átti að vera mættur, svo það voru bara stelpur í húsinu – að við héldum. Vin­kona mín flýtti sér að læsa bað­her­berginu og stóð greini­lega alls ekki á sama en ég stóð enn inni í sturtu­klefanum með hár­næringu í hárinu. Hálf­tíma seinna vorum við komnar um borð í bát með helstu nauð­synjar, klæddar grænum her­manna­fötum, í sund­­skóm og með fastar fléttur í hárinu,“ segir Hulda.

Hulda klæddist ýmsum glæsilegum klæðnaði í keppninni.
Mynd/Aðsend

Hún rifjar það upp hlæjandi að þær hafi lítið vitað hvað þær ættu að taka með sér en þær fengu að vita að þær væru á leiðinni á eyði­eyju, án nokkurra þæginda, í tvo sólar­hringa.

„Við máttum ekki pakka miklu. Áður en við fórum um borð í bátinn var okkur skipt í tvö lið á bryggjunni, hvort með sinn hóp­stjóra. Hvort liðið mátti hafa einn poka eða það sem við treystum okkur til að synda með í land því báturinn gat auð­vitað ekki siglt að landi og því skyldum við hoppa út í sjó með allt hafur­taskið.

Ég get ekki sagt hvernig þetta fór en við fundum alla­vega afar frum­lega leið til að pakka eld­hús­gögnunum, nokkrum vatns­flöskum, síð­er­ma­peysum og buxum, moskító­spreyi og sólar­vörn

Hóp­stjórinn var með einn pott og eina pönnu fyrir liðið. Við máttum gefast upp þegar við vildum en þetta var í senn hóp­keppni og ein­stak­lings­keppni. Ég get ekki sagt hvernig þetta fór en við fundum alla­vega afar frum­lega leið til að pakka eld­hús­gögnunum, nokkrum vatns­flöskum, síð­er­ma­peysum og buxum, moskító­spreyi og sólar­vörn auk þess matar sem við náðum að grípa með; orku­stöngum, banana, eggjum og hnetum. Allt annað áttum við bara að finna á eyjunni. Al­ger „Survi­vor“-stemning,“ segir Hulda og hlær.

Hulda fór í þyrlu á ströndina. Með henni á myndinni eru þær Angel frá Kanada og Mayra frá Argentínu.
Mynd/Aðsend

Æfði þar til hana svimaði

Hún segir annað verk­efni sem þær fengu í keppninni hafa verið hreysti­keppni þar sem þær áttu að gera æfingar sam­fellt á ströndinni í 30 stiga hita án þess að fá hlé eða næringu.

„Keppnin kallast Last Woman Standing og snýst um það að sú sem stendur eftir síðust vinnur. Þau hentu smá vatni í okkur (í rauninni bara nokkrum dropum upp í okkur á meðan við vorum að), en ekkert annað en það. Ég held að ég hafi verið í um fjóra og hálfan tíma en sú sem var lengst var í fimm og hálfan. Ég vildi alls ekki hætta, þver­tók fyrir það og grát­bað í orðsins fyllstu merkingu um að fá að hamast þarna á­fram, en það voru eigin­lega fram­leið­endur sem létu mig hætta. Enda var það kannski skyn­sam­legt því mig var farið að svima,“ segir Hulda.

Þá segir hún að í annað sinn hafi þeim verið skutlað á ströndina í þyrlum þar sem þær fóru í sjóinn, fengu dóminískan há­degis­verð og fóru í reið­túr eftir strand­lengjunni.

Það er enginn klíku­skapur og ein­kunna­gjöf er byggð á stiga­gjöf.

„Eitt af því fyrsta sem við gerðum var greindar­vísi­tölu­prófið. Við fengum 20 eða 30 mínútur til að svara prófinu. Allar spurningarnar voru sjón­rænar því við höfum ólík móður­mál og því er það sann­gjarnt.“
Hulda segir að annað sem henni hafi líkað vel sé að keppnin sé mjög ólík öðrum keppnum sem hún hafi verið í, eins og til dæmis Miss Uni­ver­se Iceland.

„Það er enginn klíku­skapur og ein­kunna­gjöf er byggð á stiga­gjöf. Það eru engir dómarar og þó að við komum fram í þjóð­búningum, sund­fötum og síð­kjólum, miðast keppnin ekki við það. Á hverjum degi vorum við búnar að vinna okkur inn á­kveðinn stiga­fjölda í ó­líkum á­skorunum,“ segir Hulda en vegna þess að keppnin er líka raun­veru­leika­þáttur þá varð það að vera skýrt hvernig stigin voru gefin.

Hún segir að til greina komi að sýna keppnina á Net­flix og að það sé mjög spennandi.

„Það er alveg geggjað. Við vorum alltaf í við­tölum og þetta hefur opnað margar dyr nú þegar. Við förum lík­lega á „pró­mó túr“ en ég fer í það minnsta aftur til Dóminíska lýð­veldisins þegar ég þarf að krýna þar í desember.“

Myndin er tekin rétt fyrir hreystikeppnina.
Mynd/Aðsend
Á myndinni með Huldu er Julie Tarrayo frá Fillipseyjum en þær voru herbergisfélagar á meðan keppni stóð og urðu mjög góðar vinkonur.
Mynd/Aðsend
Hér er Hulda með hinum níu sem lentu í topp tíu í keppninni.
Mynd/Aðsend

Góð­gerðar­starfið stór þáttur

Nokkuð stór hluti af keppninni er góð­gerðar­starf­semi þar sem kepp­endur safna fyrir eitt­hvert á­kveðið verk­efni. Í ár var lögð á­hersla á að byggja upp skóla og undir­búa skóla­starf í Yamasa og öðrum fá­tækum hverfum í Dóminíska lýð­veldinu.

„Verk­efnið gefur þessum börnum kost á að sækja sér menntun sem þau hafa annars ekki að­gang að. Eins og er þurfa börnin að ferðast langa og ó­örugga leið til að komast í skólann og lang­flest þeirra búa við mjög mikla fá­tækt svo menntunin situr á hakanum,“ segir Hulda og að góð­gerðar­þáttur keppninnar hafi í raun verið það sem fékk hana til að slá til og taka þátt að lokum.

„Góð­gerðar­starfið nær út fyrir þátt­töku í Miss Multi­ver­se en verk­efnið snerti okkur allar og hreyfði við okkur. Við sem komumst í topp tíu erum flestar stað­ráðnar í að halda á­fram og ég er þegar farin að skipu­leggja næstu ferð til Dóminíska lýð­veldisins. Við tíu komum frá misvel­stæðum löndum; Ís­landi, Noregi, Nígeríu, Serbíu, Filipps­eyjum, Kanada, Argentínu, Ung­verja­landi, Belgíu og Rúmeníu. Ég á sjálf menntun mikið að þakka og hef fengið mý­mörg tæki­færi í lífinu vegna hennar. Ég veit að þar spila margir þættir inn í, svo sem hvar og hve­nær ég er fædd sem og ó­mældur stuðningur for­eldra minna en ég trúi ein­læg­lega að menntun opni fjöl­marga mögu­leika og sé á vissan hátt lykill að árangri og tæki­færum fram­tíðarinnar,“ segir Hulda ein­læg.

Hægt að styrkja góð­gerðar­verk­efnið með því að leggja inn á banka­bók á nafni Huldu sem var stofnuð fyrir verk­efnið. Kenni­tala: 2901942299 og reiknings­númer: 0123-15-044830.

„Þannig er hægt að gefa þessum börnum ein­hverja dýr­mætustu gjöf sem völ er á: menntun og betri fram­tíð,“ segir Hulda.