Gestir tjald­svæðisins í Tungu­dag, skammt frá Ísa­firði, þurftu flestir að flýta sér með hjól­hýsi sín af tjald­svæðinu í gær­kvöldi þegar ljóst var að Buná, sem rennur í gegnum tjald­svæðið, myndi flæða yfir bakka sína. Starfs­menn tjald­svæðisins þurftu að fjar­lægja göngu­brú yfir ána og taka veginn, sem liggur yfir hana, í sundur í nótt.

„Þegar við sáum í hvað stefndi í gær þá ræddum við við gesti tjald­svæðisins og reyndum að gera ráð­stafanir,“ segir rekstrar­stjóri tjald­svæðisins Alberta Guð­bjarts­dóttir í sam­tali við Frétta­blaðið. Á myndum sem tjald­svæðið deildi á Face­book má sjá hvernig áin liggur í gegn um tjald­svæðið.

Facebook/Tjaldsvæðið í Tungudal

„Það sést á myndunum að það var ó­venju­mikill vatna­vöxtur í Buná. Við ræddum við alla eftir að á­kvörðun var tekin um að taka veginn í sundur svo að ár­far­vegurinn héldi sér. Flestir tjald­gestir náðu að flytja hús­bíla sína og hýsi yfir brúna en það voru ör­fáir sem á­kváðu að vera á­fram með hýsin sín hinum megin á svæðinu vitandi að það væri ó­víst hve­nær við næðum að opna veginn aftur,“ segir Alberta.

Hún segir enn mikið vatn í ánni og að það haldi á­fram að rigna mikið í dag. Appel­sínu­gul við­vörun er í gildi á öllum Vest­fjörðum. Hún á því ekki von á að á­standið breytist neitt fyrr en í fyrsta lagi á morgun.

Að­spurð hvort tjónið sé mikið segir hún að enn hafi ekki tekist að meta það. „Við fylgjumst með þessu. Það liggur náttúru­lega svo­lítið á því að það fari að lækka vatns­flæðið svo að við getum farið að laga og sjá hvert tjónið er ná­kvæm­lega á svæðinu. Þjónustu­húsin sleppa en það þarf að skoða þetta allt betur; göngu­stíga og vegi sem þarf væntan­lega að laga.“

Kæru ferðalangar. Vegna veðurs og vatnsofsa verður tjaldsvæðið í Tungudal lokað þar til hægt verður að opna veg yfir...

Posted by Tjaldsvæðið í Tungudal on Thursday, July 16, 2020