Læknar á spítalanum í Gloucestershire í Bretlandi þurftu að kalla til sprengjusveit eftir að hafa fjarlægt sprengikúlu (e. artillery shell) frá seinni heimstyrjöldinni úr endaþarmi manns.

Greint er frá málinu á vef The Sun. Kemur þar fram að starfsfólk spítalans hafi óttast að kúlan myndi springa eftir að hafa fjarlægt hana úr endaþarmi mannsins.

Maðurinn greindi starfsfólki á spítalanum frá því að hann hefði runnið og dottið við tiltekt á heimili sínu.

Við það hefði sprengikúlan sem er um 17 sentímetrar á lengd komist inn í endaþarm hans en hann safnar minjagripum úr seinni heimstyrjöldinni.

Í samtali við Sun sagði talsmaður bresku sprengjusveitarinnar að um hafi verið að ræða sprengikúlu sem var ætluð til að komast í gegnum brynvörn skriðdreka úr járni.