Stærsti skemmtigarður Ástralíu, Dreamworld, þarf að greiða um 350 milljónir íslenskra króna í skaðabætur eftir að fjórir einstaklingar létust vegna bilunnar sem olli þess að bátur þeirra hvolfdi.

Atvikið átti sér stað fyrir tæpum fjórum árum síðan. Þeir sem létust í slysinu voru á bilinu 32-42 ára.

Tíu ára drengur og tólf ára stúlka sem voru um borð með foreldrum sínum náðu að stökkva frá borði og komast lífs af..

Fyrir dómstólum kom í ljós að tækið hafði nokkrum sinnum bilað áður en slysið átti sér stað án þess að gripið hafi verið til aðgerða.

Þá er fyrirtækið sakað um að hafa hvatt starfsmenn til að forðast það að nota neyðarstöðvunarhnapp í starfsþjálfun sinni. Þess í stað hafi þeim verið sagt að notast við hnapp sem tæki sjö sekúndur að virkja neyðarstöðvun.

Eftir slysið lokaði garðurinn í rúman mánuð á meðan farið var yfir öryggismál. Á þeim tíma var Thunder River Rapids tækið þar sem slysið átti sér stað fjarlægt.