Félagið Ikan ehf. á rétt á því að fá gögn sem varða lokun starfsemi og sölu húsnæðis við Brákarbraut sem er í eigu Borgarbyggðar.

Gögnin eru yfirlit úr málaskrá yfir öll erindi varðandi Brákarbraut 25-27, frá 1. nóvember 2020 til 2. apríl 2021, kauptilboð og tölvupósta vegna kaupa á Brákarbraut 25.

Í úrskurði upplýsinganefndarinnar segir að félagið telji sveitarfélagið hafa það eitt að markmiði „að valda ruglingi og óreiðu.“