Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir , utanríkisráðherra og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar og 2. varaformaður utanríkismálanefndar hafa miklar áhyggjur af yfirvofandi innrás Rússa í Úkraínu.

Þórdís segir í samtali við Morgunblaðið í dag að þungt hljóð sé í ráðamönnum eftir því sem dagarnir líða, en nýlega hafa farið fram varnarmálaráðherrafundir.

„Við höfum mjög þungar áhyggjur af því hvert þetta stefnir og viðleggjum mjög upp úr því og vonumst til þess að hægt sé að ná friðsamlegri lausn og að dregið sé úr þessum miklu umskrifum og framferði Rússa í og við Úkraínu,“ segir Þórdís.

Áhrif á stjórnmál innanlands

Logi Einarsson óskaði í gær eftir fundi utanríkismálanefnd eins fljótt og auðið væri með utanríkisráðherra. Hann segir það geti skipt miklu máli þar sem næstu dagar muni ráða því hvernig ástandið mun hafa á okkar heimshluta.

„Þetta er gríðarlega mikilvægt mál fyrir allan heiminn, en það eru einnig staðbundin áhrif sem þetta getur haft á okkur Íslendinga,“ segir Logi.

Að sögn Loga mun Ísland ekki dragast inn í sjálf hernaðarátökin, en búast megi búast við að kalla á aukinn vígbúnað og krafa gæti orðið á aukinni viðveru varnarliðs hér á landi. Þá gæti innrás haft önnur áhrif hérlendi, til dæmis með hækkun á olíuverði.

„Þetta er því auðvitað grafalvarlegt utanríkismál, sem getur líka skapað mikil áhrif á stjórnmálin hér innanlands,“ segir Logi.

Nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.