Hlöð­ver Þor­steins­son var stadd­ur með fjöl­skyld­unn­i á heim­il­i sínu á Eyr­ar­bakk­a þann 30. mars á síð­ast­a ári. Eins og svo oft áður fór Hlöð­ver út í dúfn­a­kof­a sem er í eigu fjöl­skyld­unnar. Á meðan Hlöðver sinnt­i þar verk­efn­um tal­að­i hann í sím­ann á með­an.

Eftir að hafa lokið verkum sínum í dúfn­a­kof­an­um gekk Hlöð­ver aft­ur inn á heim­il­ið, lagð­i frá sér sím­ann og hrund­i í gólf­ið fyr­ir fram­an sjö ára gaml­a dótt­ur sína, Hekl­u Ósk.

Hekl­a Ósk áttaði sig strax á að eitt­hvað verulega alvarlegt amaði að föður sín­um. Hlöðver reynd­i að rísa á fætur og tjá sig en hann gat ekki mælt orð af vörum. Hekla litla hrópaði þá á móð­ur sína, Þóru Ósk Guð­jóns­dótt­ur, eig­in­kon­u Hlöð­vers, sem hringd­i á sjúkr­a­bíl.

„Hann var flutt­ur á ljós­un­um til Reykj­a­vík­ur og þá fáum við sím­tal­ið og ég fer strax í bæ­inn,“ seg­ir Gyða Stein­a Þor­steins­dótt­ir, syst­ir Hlöð­vers í við­tal­i við Frétt­a­blað­ið um upp­haf­ið að mikl­um erf­ið­leik­um sem fjöl­skyld­an hef­ur geng­ið í gegn­um und­an­far­ið ár.

Haldið sofandi í þrjá sólarhringa

Þóra, eig­in­kon­a Hlöð­vers, er með löm­un­ar­sjúk­dóm. Á hún erf­itt með að koma sér á mill­i stað­a. Hún þarf að nota göng­u­grind til að komast á milli staða og því var ljóst að verk­efn­i fjöl­skyld­unn­ar var í þann mund að verð­a nánast óyfirstíganlegt.

„Ég kom upp á bráð­a­mót­tök­u og þar lá hann mjög ó­ró­leg­ur og hrædd­ur. Hann gat ekk­ert tal­að og ekki hreyft hægr­i hlið­in­a. Þau sett­u hann á blóð­þynn­ing­u, svæfð­u hann og í alls­kon­ar mynd­a­tök­ur og rann­sókn­ir. Í kjöl­far­ið var hann svo send­ur upp á gjör­gæsl­u og var hald­ið sof­and­i í þrjá sól­ar­hring­a,“ seg­ir Gyða.

Í ljós kom stór blóð­tapp­i í vinstr­a heil­a­hvel­i sem hafð­i á­hrif á hægr­i hlið Hlöð­vers og mál­stöðv­ar hans.

„Þeg­ar hann rank­að­i við sér þá mund­i hann voð­a­leg­a lít­ið. Hann þekkt­i okk­ur nán­ust­u en mund­i ekki eft­ir því að hann væri gift­ur, ætti þrjú börn né hvar hann átti heim­a. Hann gat ekki sagt nein orð og gerð­i ekki grein­ar­mun á „já“ og „nei“ til dæm­is,“ seg­ir hún.

Lá meðvitundarlaus úti í tvær til þrjár klukkustundir

Gyða seg­ir fram­far­ir Hlöð­vers hafa ver­ið kraft­a­verk­i lík­astar en hann fékk full­an mátt í hægr­i fót­inn og gat fljót­leg­a hreyft hægr­i hönd­in­a.

„Hann gat samt ekki alveg stjórn­að henn­i og hef­ur ekki nein­a til­finn­ing­u í fingr­un­um enn þann dag í dag. Hann misst­i einn­ig allt rit­að mál og í ljós kom gat á mill­i hjart­a­gátt­a þar sem tapp­inn hef­ur lík­leg­a far­ið í gegn­um en það er ekki vit­að hvað­an hann kom,“ seg­ir Gyða.

Eftir viku dvöl á sjúkr­a­hús­i und­ir ströng­u eft­ir­lit­i fékk Hlöð­ver inn­lögn á Grens­ás þar sem hann var í stífri þjálf­un í nokkr­a mán­uð­i. Það­an út­skrif­að­ist hann í okt­ó­ber á síð­ast­a ári en hélt þó á­fram í tal­þjálf­un fram að ár­a­mót­um.

Í byrj­un þess­a árs gáfu leiðsl­urn­ar í húsi fjöl­skyld­unn­ar sig og fóru að leka. Fjöl­skyld­an neydd­ist því til þess að skipt­a um all­ar lagn­ir og gólf­efn­i. Hef­ur það tek­ið mik­ið á enda báð­ir for­eldr­arn­ir við slæm­a heils­u.

„Kom í ljós að hann var með brot­ið rif­bein, mar­ið lung­a, kúl­ur og risp­ur á höfð­i og mik­inn heil­a­hrist­ing“

Það var svo í byrj­un febr­ú­ar­mán­að­ar sem Hlöð­ver á­kvað að fara út og taka nið­ur jól­a­ser­í­un­a á húsi fjöl­skyld­unn­ar. Hann fór upp í stig­a sem lá við hús­ið en þeg­ar upp var kom­ið féll hann nið­ur á jörð­in­a, beint ofan á klak­a. Ekki er vit­að ná­kvæm­leg­a hvers­u leng­i Hlöð­ver lá með­vit­und­ar­laus utandyra en tal­ið er að það hafi ver­ið í um tvær til þrjár klukk­u­stund­ir. Þeg­ar kom­ið var að hon­um sat hann inni í for­stof­u heim­il­is­ins í kuld­a­gall­an­um, illa átt­að­ur, renn­and­i blaut­ur og hríð­skjálf­and­i.

„Það var hringt í sjúkr­a­bíl sem fór með hann inn í Reykj­a­vík og þeg­ar við kom­um til hans var hann mjög þreytt­ur, illa átt­að­ur, mik­ið verkj­að­ur og dorm­að­i. Hann var send­ur í alls­kon­ar sneið­mynd­a­tök­ur og röntg­en af höfð­i og á lík­am­a. Þá kom í ljós að hann var með brot­ið rif­bein, mar­ið lung­a, kúl­ur og risp­ur á höfð­i og mik­inn heil­a­hrist­ing. Þá komu einn­ig í ljós blett­a­blæð­ing­ar í heil­a sem ekki er hægt að segj­a til um hvort hafi kom­ið við fall­ið eða fyr­ir það. Hann var all­ur blár og mar­inn og var hon­um hald­ið á gjör­gæsl­unn­i í rúm­an sól­ar­hring en þá var hann flutt­ur á hjart­a- og lungn­a­deild þar sem hann verð­ur eitt­hvað á­fram. Bat­inn hef­ur ekki geng­ið nógu vel og er hann nú kom­inn með þvag­fær­a­sýk­ing­u og mik­inn hita. Nú í vik­unn­i koma sér­fræð­ing­ar af Grens­ás til þess að meta hann og taka á­kvörð­un um fram­hald­ið,“ seg­ir Gyða og við­ur­kenn­ir að þett­a hafi ver­ið gríð­ar­legt á­fall fyr­ir alla fjöl­skyld­un­a.

Þóra, Hlöðver og Gyða systir hans.
Mynd/Aðsend

Börnin hafa staðið sig eins og hetjur

Fjöl­skyld­an tók sam­eig­in­leg­a á­kvörð­un um að opna fyr­ir frjáls fram­lög inn á reikn­ing Hlöð­vers í þeirr­i von um að þeir sem sjái sér fært geti að­stoð­að fjöl­skyld­un­a svo þau þurf­i ekki að hafa á­hyggj­ur af fjár­mun­um ofan á allt ann­að.

„Þett­a er alveg gríð­ar­legt áfall og all­ir eru boðn­ir og bún­ir til þess að að­stoð­a en mað­ur veit ekki alveg hvað mað­ur get­ur gert. Við tók­um því á­kvörð­un um að opna fyr­ir frjáls fram­lög en einn­ig hafa for­eldr­ar í Barn­a­skól­an­um á Eyr­ar­bakk­a og Stokks­eyr­i tek­ið sig sam­an og ætla að hald­a kök­u­bas­ar á laug­ar­dag­inn næst kom­and­i 15. febr­ú­ar. Þar sem fjöl­skyld­an býr á Eyr­ar­bakk­a er mik­ill ferð­a­kostn­að­ur fram und­an og hef­ur hann í raun­inn­i ver­ið mik­ill und­an­far­ið ár. Þau eiga þrjú ynd­is­leg börn sem eru átta ára, tíu ára og sau­tján ára á þess­u ári, þau hafa stað­ið sig eins og hetj­ur í þess­u öllu sam­an. Við erum virk­i­leg­a þakk­lát öll­um fyr­ir veitt­an stuðn­ing, knús og kveðj­ur sem við höf­um feng­ið og við vit­um að það eru fullt af engl­um sem fylgj­ast vel með okk­ur,“ seg­ir Gyða að lok­um.

Þeir sem sjá sér fært að að­stoð­a Hlöð­ver og fjöl­skyld­u geta lagt inn á reikn­ing: 0123-15-100291 og kenn­i­tal­a: 131273-5419.