Starf­semi að Brákar­braut 25 og 27 í Borgar­nesi verður hætt eftir að Eld­varnar­eftir­lit og bygginga­full­trúi kröfðust þess að starf­semi þar yrði stöðvuð vegna ann­marka á hús­næðinu sem er í eigu Borgar­byggðar. Raf­magns­öryggi, bruna­hólfum og loft­ræstingu er á­bóta­vant sam­kvæmt út­tekt á því. Þetta kom fram á fundi Byggðar­ráðs Borgar­byggðar 18. febrúar.

„Leigj­endur hús­næðisins hafa verið upp­lýstir og þeim sagt að fara að kröfu byggingar­full­trúa og eld­varnar­eftir­lits og hætta starf­semi í hús­næðinu,“ segir í bókun Byggðar­ráðs. Það hefur jafn­framt falið Þór­dís Sif Sigurðar­dóttur sveitar­stjóra að afla til­boðs í út­tekt á hús­næðinu til að meta kostnað við nauð­syn­legar að­gerðir til að tryggja öryggi hússins svo hægt verði að nýta það á­fram.

Úr gamla frystihúsinu að Brákarbraut 25.
Mynd/Byggðarráð Borgarbyggðar

Leigj­endur hús­næðisins eru Skot­fé­lag Vestur­lands, Golf­klúbbur Borgar­ness, Bif­hjóla­fé­lag Borgar­fjarðar Rafta, Forn­bíla­fjelag Borgar­fjarðar, Ikan frum­kvöðla­setur, Safna­hús Borgar­byggðar, Leik­deild körfu­knatt­leiks­deildar Skalla­gríms og Bílapartar Guð­mundar Ólafs­sonar. Auk þess er þar að­staða Á­halda­húss Borgar­byggðar. Þar var áður starf­rækt frysti­hús, slátur­hús og fóður­geymsla. Slökkvi­lið Borgar­byggðar kannaði einnig að­stæður í gamla frysti­húsinu og véla­geymslur á­samt öðrum rýmum og hólfum hússins.

Brákar­braut 25.
Skjáskot/Ja.is

Tjáir sig ekki um meintan skort á við­haldi

„Ég get ekki tjáð mig um þetta, ég ætla heldur ekki að tjá mig um það hvort sinnt hafi verið nægu við­haldi eða ekki. Staðan á hús­næðinu er sú, aðilum var veitt að nota það tíma­bundið en ekki vitað hvað yrði um hús­næðið síðar. Það hefur verið rætt um hvað skildi gera við hús­næðið í mörg ár,“ segir Þór­dís að­spurð um full­yrðingar Þórðar Sigurðs­sonar hjá Skot­fé­lagi Vestur­lands, eins leigj­enda í hús­næðinu, um að sveitar­fé­lagið hafi ekki sinnt við­haldi. Þór­dís tók við starfi sveitar­stjóri Borgar­byggðar fyrir rúmu ári.

Hún viður­kennir að leigu­tökum sé veittur stuttur tími með á­kvörðun Eld­varnar­eftir­litsins og bygginga­full­trúa. Sveitar­fé­laginu sé hins vegar skylt að fram­fylgja henni en niður­stöður út­tektarinnar hafi verið kynntar á ó­form­legum fundi full­trúa Byggðar­ráðs 10. febrúar. Daginn eftir var haldinn fundur með leigj­endum.

Þór­dís Sif Sigurðar­dóttir, sveitar­stjóri Borgar­byggðar.
Mynd/Aðsend

Ekki ó­ska­niður­staða

„Þetta er þung­bær á­kvörðun fyrir alla og mikil­væg starf­semi fyrir sam­fé­lagið í Borgar­nesi. Ekki niður­staða sem við höfðum óskað okkur. Á­stand hús­næðisins er bara slíkt að það var ekki hægt að gefa okkur rýmri frest til að gera úr­bætur eða loka því,“ segir Þór­dís. Vilji hafi staðið til að skoða hús­næðið eftir rýmum og á­standi hvers og eins en nauð­syn­legt sé að skoða það heild­rænt.

Leitað hafi verið allra leiða til að heimila starf­semi í á­kveðnum hlutum hús­næðisins en Eld­varnar­eftir­litið og bygginga­full­trúi ekki fallist á það. Þór­dís segir ó­mögu­legt fyrir slökkvi­lið að fara inn í hús­næðið komi þar upp eldur vegna skorts á loft­ræstingu. Þegar kostnaður við endur­bætur þess liggi fyrir verði fundað með leigj­endum.

Segir engum fjár­munum hafa verið varið í við­hald

„Hús­næðið er gríðar­lega stórt, það er ekkert allt í lama­sessi þar þó að stór hluti þess sé það, “ segir Þórður Sigurðs­son hjá Skot­fé­lag Vestur­lands. Fé­lagið, Golf­klúbburinn og Forn­bíla­fé­lag hafa bætt hús­næðið mikið og lagt mikla fjár­muni í það. „Við höfum hagað okkar upp­byggingu eftir at­huga­semdum Eld­varnar­eftir­litsins. Það er mjög baga­legt að þetta sé gert,“ segir Þórður.

„Þetta eru harka­legar að­gerðir, það þarf að bregðast við þessu en vanda­málið er að það hefur aldrei verið settur neinn peningur í við­hald á húsinu. Eins og um margt annað hjá sveitar­fé­laginu er aldrei tekin á­kvörðunum um neitt og staðan er sú núna að hús­næðið er hættu­legt. Þetta kippir fótunum undan okkar starf­semi, við erum í­þrótta­fé­lag og það myndi heyrast eitt­hvað sungið ef kippt yrði fótunum undan að­stöðu annarra í­þrótta­fé­laga með þessum hætti,“ segir Þórður.

Hann segir hætt við að á tímum CO­VID-19 við að jaðar­hópar ein­angrist og okkar fé­lags­menn ein­angrist heima ef þeir hafi ekki að­stöðu til að sinna í­þrótt sinni. „Þetta er alveg glóru­laust“ bætir hann við. Skot­fé­lagið hefur leigt þarna síðan 2012 en fljót­lega kom í ljós þak­leki á hús­næðinu. Skot­fé­lagið, á­samt Golf­klúbbnum, hafi boðist til að laga sveitar­fé­lagsins að sögn Þórðar. „Það var sagt þvert nei við því.“

Mynd/Byggðarráð Borgarbyggðar

Erfiður tími til að loka hús­næðinu

„Ég skil bygginga­full­trúa og slökkvi­lið, það þarf að koma á­kveðnum at­riðum í lag,“ Ingvi Jens Árna­son hjá Golf­klúbbi Borgar­ness. Klúbburinn vilji hins vegar að hús­næðinu verði ekki öllu lokað þar sem á­kveðnir hlutar þess, til að mynda að­staða klúbbsins, er í betra á­standi en aðrir og klúbburinn lagt til við Byggðar­ráð hug­myndir um endur­bætur. „Við erum að biðja um hvort ekki sé ekki hægt að ein­angra það og koma þeim hlutum í betra horf,“ segir Ingvi.

Engu að síður komi það Golf­klúbbnum illa að hús­næðinu sé lokað núna. Nú sé sá tími þar sem hús­næðið er notað mest, meðal annars af öldruðum og ung­mennum auk með­lima klúbbsins. Þess vegna hafi hann reynt að fá leyfi fyrir að halda hús­næðinu opnu sem ekki gekk eftir.