Utan­ríkis­ráð­herra Úkraínu, Dmytro Kuleba, sagði að­stæður í Maríu­pol vera mjög þungar hernaðar­lega í við­tali hjá frétta­stofunni CBS. „Borgin er ekki lengur til,“ segir Kuleba.

„Þeir úkraínsku her­menn sem eftir eru og mikill fjöldi al­mennra borgara eru um­kringdir af rúss­neska hernum. Þeir halda bar­áttunni á­fram en það virðist vera, út frá því hvernig rúss­neski herinn hegðar sér í Maríu­pol, að hann hafi á­kveðið að jafna borgina við jörðu, sama hvað það kostar,“ segir Kuleba.

Volodymír Selenskíj for­seti Úkraínu hefur sagt að öllum við­ræðum við Rúss­land yrði slitið taki rúss­neski herinn yfir borgina. Kuleba segir að hann sé ekki í miklum sam­skiptum við rúss­neska diplómata sem stendur.

„Eftir Bú­stja, þá varð sér­stak­lega erfitt að halda á­fram við­ræðum við Rússana,“ segir Kuleba. „En eins og for­setinn segir þá gæti Maríu­pol verið rauða línan.“

Kuleba segist búast við auknum á­tökum í Donbas-héraði Úkraínu, að á­fram verði reynt að taka yfir Maríu­pol og að loft­á­rásum verði haldið á­fram yfir Kænu­garði.

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir teknar í Maríupol í dag. Sumar myndanna eru ekki fyrir viðkvæma.

Myndir teknar í dag sýna eyðileggingu borgarinnar.
Fréttablaðið/Getty
Myndir teknar í dag sýna eyðileggingu borgarinnar.
Fréttablaðið/Getty
Myndir teknar í dag sýna lík fallinna sem liggja á götum borgarinnar.
Fréttablaðið/Getty
Myndir teknar í dag sýna eyðileggingu borgarinnar.
Fréttablaðið/Getty
Myndir teknar í dag sýna lík fallinna sem liggja á götum borgarinnar.
Fréttablaðið/Getty
Myndir teknar í dag sýna eyðileggingu borgarinnar.
Fréttablaðið/Getty