Þung umferð er nú til Reykjavíkur. Umferðin gengur hægt í gegnum Hvalfjarðagöngin, Kjalarnesið og inn í Mosfellsbæ. Þetta kemur fram í Twitter-færslu Vegagerðarinnar.

Samkvæmt lögreglu fór umferðin að þyngjast um klukkan tvö í dag og ljóst að margir fóru út úr bænum um helgina. Þung og mikil umferð var út úr bænum á föstudaginn.