Mikil umferð er til höfuðborgarinnar um þessar mundir eftir helgina og eru fjölmargir bílar fastir í bílaröð sem nær frá Reykjavík að Bláfjallaafleggjara.
Ekki náðist í umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við vinnslu fréttarinnar en samkvæmt þeim sem sitja í bílaröðinni lítur ekki út fyrir að slys hafi átt sér og mjakast röðin áfram hægt og rólega.
Fjölmörg fótboltafélög á höfuðborgarsvæðinu tóku þátt í Orkumótinu í Eyjum um helgina sem lýkur í dag og má því áætla áframhaldandi straum í bæinn fram eftir kvöldi .

Ljósmynd/aðsend