Great Thunberg gagnrýnir stefnu Facebook og segir samfélagsmiðlarisann geta dregið úr hatursorðræðu og falsfréttum væru þeir til þess viljugir.

Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, sat fyrir svörum þingmanna í fjármálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings fyrir helgi.

Zuckerberg var spurður spjörunum úr um stefnu Facebook er varðar ritskoðun auglýsinga af pólitískum toga, falsfréttir, barnaklám og rafmyntina Libra sem Facebook hyggst setja á laggirnar. Zuckerberg þótti koma illa út úr viðtalinu.

„Ég hef, eins og margir aðrir, velt fyrir mér hvort ég ætti að hætta að nota Facebook,“ skrifaði Thunberg á Facebook síðu sinni. Hún segir það mikið áhyggjuefni að Facebook leyfi hatursorðræðu að viðgangast og að mikill skortur sé á staðreyndavöktun.

„Viðstöðulausar lygar og samsæriskenningar um mig og aðra fá að þrífast á miðlinum og afleiðingarnar eru hatur, líflátshótanir og ofbeldi,“ skrifaði Thunberg og bætir við að henni þyki það óhugnanlegt að Facebook vilji ekki axla ábyrgð.