Ungi að­gerða- og um­hverfis­verndar­sinninn Greta Thun­berg mun á­varpa nor­ræna ung­menna­ráð­stefnu um sjálf­bæran lífs­stíl sem haldin verður í Hörpu mið­viku­daginn 10. apríl. Thun­berg sendir þátt­tak­endum myndbandskveðju vegna þess að hún flýgur ekki.

Á ráð­stefnunni verður fjallað um sjálf­bæran lífs­stíl og á­byrga neyslu og er haldin í tengslum við for­mennsku Ís­lands í Nor­rænu ráð­herra­nefndinni. Til­gangur mál­þingsins er að leiða saman ungt fólk, at­vinnu­rek­endur og vald­hafa frá öllum Norður­löndunum og er stefnt að því að ræða lausnir í átt að á­byrgari lífs­stíl.

Allir um­hverfis­ráð­herrar Norður­landanna taka þátt í mál­þinginu. Þau munu eiga sam­tal við ung­menni um lofts­lags­mál og neyslu. Lilja Al­freðs­dóttir, mennta- og menningar­mála­ráð­herra, mun setja ráð­stefnuna og Katrín Jakobs­dóttir for­sætis­ráð­herra flytur loka­á­varp. Þá mun Paula Leh­tomäki, nýr fram­kvæmda­stjóri Nor­rænu ráð­herra­nefndarinnar, á­varpa ráð­stefnuna.

Ráð­stefnan er skipu­lögð af NORD­BUK, barna og ung­menna­nefnd Nor­rænu ráð­herra­nefndarinnar, í sam­starfi við Generation 2030 á­ætlunina. Generation 2030 á­ætlunin var sett á fót hjá Nor­rænu ráð­herra­nefndinni með það að mark­miði að styðja Norður­löndin við inn­leiðingu heims­mark­miða Sam­einuðu þjóðanna. Undir þeirri á­ætlun hefur heims­mark­mið 12 um á­byrga neyslu og fram­leiðslu verið skil­greint sem ein helsta á­skorun Norður­landanna.

Í for­mennsku Ís­lands í Nor­rænu ráð­herra­nefndinni er sjónum beint að ungu fólki þar sem á­hersla er lögð á virka þátt­töku og sam­tal við full­trúa ungs fólks. Á­hersla er lögð á heims­mark­mið 4.7 sem snýr að eflingu á þekkingu og færni tengdri sjálf­bærri þróun.

Ráð­stefnan verður í Hörpu, Silfur­bergi, milli kl. 13 og 17, þann 10. apríl.

Thunberg hefur verið í loftslagsverkfalli í rúmt hálft ár. Hún krefst aðgerða frá stjórnvöldum til að koma í veg fyrir hlýnun jarðar.
Fréttablaðið/Getty