Krist­rún Frosta­dóttir, hag­fræðingur og fram­bjóðandi Sam­fylkingarinnar í væntan­legum Al­þingis­kosningum, gefur lítið fyrir þær skýringar Ás­geirs Jóns­sonar seðla­banka­stjóra í Frétta­blaðinu að byggða­stefna Reykja­víkur­borgar hafi haft á­hrif til hækkunar á fast­eigna­verði.

Þetta kemur fram í Face­book færslu Krist­rúnar þar sem hún vitnar í orð Ás­geirs. Ás­geir var til við­tals í Markaði Frétta­blaðsins í dag. Þar sagði hann að lækkun veð­setningar­hlut­falls sé til þess fallin að koma í veg fyrir að hækkunarfasinn á fast­eigna­markaði verði að bólu. Ljóst sé að stefna Reykja­víkur­borgar í skipu­lags­málum hafi haft á­hrif til hækkunar á fast­eigna­verði.

Krist­rún segir að eitt sé að lækka vexti. Annað sé að ýta undir mörg hundruð milljarða út­lán til heimila í sér­tækri at­vinnu­kreppu. „Þegar ég vakti at­hygli á þessu í nóvember var gagn­rýninni ýtt til hliðar. Nú er skipu­lags­málum kennt um skamm­tíma­hreyfingar á fast­eigna­markaði. Í stað þess að ráðast snemma í sér­tækar að­gerðir fyrir ein­stak­linga og fyrir­tæki í tekju­stoppi var á­kveðið að pumpa upp kerfið með aukinni skuld­setningu allra.“

Krist­rún segir að fram­boð hús­næðis sé og hafi alltaf verið seig­fljótandi. „Eftir­spurn getur hins vegar breyst hratt ef að­gangur að fjár­magni breytist. Það ein­fald­lega stenst ekki að 14% hækkun hús­næðis­verðs á nokkrum mánuðum sé allt í einu vegna þéttingar­stefnu Reykja­víkur­borgar.“

Bendir Krist­rún á að þeir sem byggja fast­eignir bjóði í lóðir byggt á nú­verandi markaðs­verði fast­eigna. „Að hleypa fullt af lóðum á markaðinn og halda því fram að aðilar sem standa að upp­byggingu muni allt í einu selja eignir undir nú­verandi markaðs­virði er ósk­hyggja. Fyrir utan hvað það er ó­trú­leg skamm­sýni að þenja út alla byggð hér – efni í aðra um­ræðu.“

Að endur­skrifa söguna allt annað mál

Krist­rún segir að það sem hafi breyst í fyrra hafi verið að mörg hundruð milljarða aukning fjár­magns sem rann í gegnum banka­kerfið og beint inn á fast­eigna­markaðinn.

„Það er eðli­legt að endur­skoða að­gerðir, enginn gerir þá kröfu að allt gangi upp í flóknu á­standi. Að endur­skrifa söguna og horfa fram hjá stærstu breytunni á fast­eigna­markaði í fyrra er allt annað mál.“

Krist­rún segir hér um að ræða klassískt dæmi um hvernig ó­beinar efna­hags­að­gerðir geti brenglað allt kerfið. „Af­leiðing 1) kreddu­hugsunar um að ríkið eigi bara að koma inn þegar allt annað hefur verið reynt og 2) af­stöðunnar að að­gerðir Seðla­banka (sem snúa ekki bara að vaxta­breytingum) geti ekki haft pólitískar af­leiðingar – þrátt fyrir að þær geti haft mikil á­hrif á eigna­markaði og þannig tekju­skiptingu.“