Þórunn Elísabet Bogadóttir aðstoðardagskrárstjóri Rásar 1 tekur tímabundið við stöðu Þrastar. Staða dagskrárstjóra verður auglýst laus til umsóknar síðar í febrúar.

Þröstur Helgason er fæddur árið 1967 og er með doktorsgráðu i bókmenntafræði. Hann hefur starfað sem stundakennari við Háskóla Íslands, sinnt ritstjórnarstörfum, þar á meðal á Lesbók Morgunblaðsins, og gegnt stöðu dagskrárstjóra á Rás 1 síðan vorið 2014.