Öllum þeim sem eru með arf­gengu ís­lensku heila­blæðinguna verður boðin þátt­taka í rann­sókn á nýju lyfi. Verið er að sækja um leyfi fyrir rann­sókninni frá Lyfja­stofnun Ís­lands.

Eftir að nýja lyfið, sem er af­leið af lyfinu N-ace­tyl­cy­stein, hefur verið prófað gegn arf­gengu ís­lensku heila­blæðingunni verður virkni þess gegn Alz­heimir-sjúk­dómum rann­sakaður.

Þetta kemur fram í Morgun­blaðinu í dag þar sem tekið er við­tal við Hákon Hákonar­son, for­stjóra erfða­rann­sóknar­mið­stöðvar barna­há­skóla­sjúkra­hússins í Fíla­delfíu í Banda­ríkjunum og stofnandi lyfja­þróunar­fyrir­tækisins Arctic Thera­peutics sem er með höfuð­stöðvar á Akur­eyri.

Hákon segist hafa fengið fjöl­margar fyrir­spurnir um lyfið en fjallað var um rann­sóknir Hákonar á lyfinu í banda­ríska dag­blaðinu USA Today.

Að sögn Hákonar virðist nýja lyfið vera með á­hrifa­meiri virkni og komast auð­veldar inn í tauga­frumur í heilanum. Enn sé mikil vinna fram undan að þróa lyfið í með­ferð á sjúk­lingum.

Einnig stefnir Hákon á að rann­saka á­hrif lyfsins á hópa í Evrópu sem hafa sjúk­dóma sam­bæri­lega arf­gengu ís­lensku heila­blæðingunni. Hann telur lík­legt að lyfið verki eins á þá sjúk­dóma.