Þrír ein­staklingar sóttu um em­bætti ís­lensks dómara við Mann­réttinda­dóm­stól Evrópu en um­sóknar­frestur rann út 14. janúar.

Um­sækj­endur um em­bættið eru Jónas Þór Guð­munds­son, hæsta­réttar­lög­maður, Odd­ný Mjöll Arnar­dóttir, lands­réttar­dómari, og Stefán Geir Þóris­son, hæsta­réttar­lög­maður. Þetta kemur fram á vef Stjórnar­ráðsins.

Mann­réttinda­dóm­stóll Evrópu er stað­settur í Strass­borg í Frakk­landi. Hlut­verk hans er að fjalla um mál sem til hans er vísað af ein­stak­lingum og samnings­aðilum vegna meintra brota á á­kvæðum mann­réttinda­sátt­mála Evrópu eða samnings­við­aukum við hann.

Dóm­stóllinn er skipaður einum dómara frá hverju samnings­ríkja, þar með talið Ís­landi.