Þrjár um­sóknir bárust um em­bætti ís­lensks dómara við Mann­réttinda­dóm­stól Evrópu en um­sóknar­frestur rann út 8. ágúst síðast­liðinn. Þetta kemur fram í til­kynningu á vef stjórnar­ráðsins. Þar kemur fram að um­sækj­endur séu þau Dóra Guð­munds­dóttir lög­fræðingur, Odd­ný Mjöll Arnar­dóttir lands­réttar­dómari og Páll Þór­halls­son skrif­stofu­stjóri.

Róbert R. Spanó er eins og stendur ís­lenskur dómari og jafn­framt for­seti dóm­stólsins en sam­kvæmt lögum getur hann ekki sótt um endur­kjör en hann hefur verið dómari við dóm­stólinn frá árinu 2013.

Mann­réttinda­dóm­stóll Evrópu í Strass­borg fjallar um mál sem til hans er vísað af ein­stak­lingum og samnings­aðilum vegna meintra brota á á­kvæðum mann­réttinda­sátt­mála Evrópu eða samnings­við­aukum við hann. Dóm­stóllinn er skipaður einum dómara frá hverju samnings­ríkja.

Í júní á þessu ári var greint frá því að aug­lýsa þyrfti aftur eftir til­nefningu til dómara eftir að tveir um­sækj­endur af þremur drógu um­sókn sína til baka. Það voru þeir Jónas Þór Guð­­munds­­son og Stefán Þór Geirs­­son. Þriðji um­sækjandinn var Odd­ný Mjöll Arnar­dóttir lands­réttar­dómari en hún hélt sínu hélt sínu sæti.