Þrír einstaklingar greindust með COVID-19 innanlands og voru allir í sóttkví. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum en tekið fram að um sé að ræða bráðabirgðatölur en vefurinn covid.is verður uppfærður á mánudag.

Þá voru nokkur smit sem greindust við landamærin, alls sjö, og er verið að bíða eftir niðurstöðum úr mótefnamælingum.

Í gær greindust sjö utan sóttkvíar og reyndust þau öll vera frá hælisleitendum í sama búsetukjarna.

Smitum virðist fara fækkandi með bólusetningum en von er á stórum bólusetningardögum í júní, líkt og margir landsmenn vita sem fylgdust með útdrætti Heilsugæslunnar í gær.