Alls greindust þrír með kórónuveiruna innanlands í gær. Það er sami fjöldi og greindist í fyrradag. Af þeim þremur sem greindust í gær voru allir í sóttkví. Alls greindust 17 á landamærunum, af þeim voru 15 með íslenska kennitölu. Samtals er því um að ræða 20 smit sem greindust í gær.

Nýgengni innanlandssmita er nú 20,5 en 21,5 á landamærunum sem er hækkun frá því um helgina. Nú eru alls 352 í sóttkví en 2.002 í skimunarsóttkví. Virk smit eru nú 143.

Alls eru 20 á sjúkrahúsi vegna veirunnar, en enginn með virkt smit og enginn á gjörgæslu, eins og um helgina.

Tekin voru 328 einkennasýni í gær og 1.086 sýni á landamærunum. Þá voru 90 sýni tekin í sóttkvíar- og handahófsskim

Fréttin hefur verið uppfærð.