Þrjú eru slösuð eftir al­var­legt um­ferðar­slys á Snæ­fells­vegi síð­degis í dag þar sem tveir bílar lentu saman. Tvö voru í öðrum bílnum og í hinum öku­maður og hundur. Þyrla Land­helgis­gæslunnar var kölluð út og flutti einn á spítala. Klippa þurfti annan bílinn til að ná far­þega hans út.

Ás­mundur Kr. Ás­munds­son, yfir­lög­reglu­þjónn hjá Lög­reglunni á Vestur­landi, segir í sam­tali við Vísi að öll þrjú séu slösuð eftir á­reksturinn. Hundurinn hafi hins vegar sloppið ó­meiddur.