Þrjú eru slösuð eftir alvarlegt umferðarslys á Snæfellsvegi síðdegis í dag þar sem tveir bílar lentu saman. Tvö voru í öðrum bílnum og í hinum ökumaður og hundur. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út og flutti einn á spítala. Klippa þurfti annan bílinn til að ná farþega hans út.
Ásmundur Kr. Ásmundsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Vesturlandi, segir í samtali við Vísi að öll þrjú séu slösuð eftir áreksturinn. Hundurinn hafi hins vegar sloppið ómeiddur.